Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1939, Side 38

Eimreiðin - 01.04.1939, Side 38
150 MESTI RITDÓMARI NOIIÐURLANDA eimbeiðin flóknara tímabil — tímabil heimsstyrjaldarinnar, sem setti alt á heljarþröm og olli rótleysi, óró, dej'fð og leti um heirn allan. Hann magnar anda sinn með víðtækum lestri, áður en hann ræðst á garðinn. Og þegar hann hefur reikað um valinn, hlaðinn dauðra manna búkum og slitrum sundurleitra hug- sjóna, þá styrkist hann ennþá betur í lífsskoðun sinni. Véla- menningin rnælir í metrum öll andleg fyrirbrigði. Og slíkar mælingar eru blekking. Hann sér, að ef dómur hans á ekki að reynast órökstuddur grunur, þá verða allar andlegar djúp- mælingar og kastljós þau, sem hann varpar yfir gömul atvik og ný, að koma frá grundvelli þjóðernisins, hins sérstæða per- sónuleika, sem sjálf styrjöldin ekki megnaði að eyða. Sú bók lians, sem i þessum efnum gefur víðtækastan skiln- ing, er „Det moderne Danmark“ (Danmörk nú á tímum) 1931. í henni finnur maður samstæða greinargerð um skáldskapinn frá 1890 til 1930. Undirstaða bókarinnar og andleg baksýn er ósigur hinna dönsku hersveita 1864 og Frakka við Sedan 1870. Þessir ósigrar vitna ekki aðeins um mannfall og þjóð- arniðurlægingu, þeir tákna hrun hinnar gömlu rómantísku stefnu. Og eftir að hún varð áhrifalaus, fékk náttúrudýrkun Brandesar, sem var sprottin af raunspekistefnu Comtes, sterkari byr. „Det moderne Danmark“ er samstætt áframhald af „Danslc Nationalkunst", og þó er hún á vissan hátt mótdráttur gegn hugsjónum þeirrar bókar. Því eftir að Bukdahl hefur rann- sakað sárahitann frá Dybböl-hæðum í verkum Hermans Bangs, Karls Larsens og Pontoppidans — sárahitann, sem örvaði blóð- rás náttúrustefnunnar (naturalismans), svo að maður afneit- aði öllum trúarkendum og guðhræðslu, þá leitast hann við að skýra hvernig þjóðartilfinningin smátt og smátt leysir úr læð- ingi ný öfl, sem eru í andstöðu við rótleysi náttúrustefnunnar. Arfurinn frá eldri tímum, sem maður hélt að væri orðinn að dufti, tekur á ný að hafa áhrif á samtiðina og nútímann. Þessa gætir mest hjá Johannesi V. Jensen, Knud Hjortö og Helge Bode, sem eru aðaháðfangsefni ritsins. Allir þessir menn eiga rætur í þjóðlegri gullaldarmenningu og almúgalífi. Og þeir umskapa hver á sinn hátt og steypa saman bæði náttúrustefnu og róm- antískuna i frjálslyndan nýmóðins skáldskap.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.