Eimreiðin - 01.04.1939, Síða 40
152
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
EIMHEIÐIN
legu samblandi ljóss og rökkurs. Öðrumegin inngangsins er
Svíþjóð, sem skáldið snýr andliti sínu gegn. Að baki er Evrópa,
sem dregur til sín athygli heyrnarinnar, að óm fótataka; það
eru ferðamenn á leit í allar áttir. Að þessum áhrifum -— áhrif-
um Evrópumenningarinnar, leitar Bukdahl fyrst og fremst
hjá Tegnér — og síðan að hinu staðbundna þjóðareðli hans
og sænsku einkennum.
Gegnum hjarta Tegnérs rann höfuðfljót hins nýja tíma:
rómantískan. Og í þetta fljót runnu margir minni lækir: erfi-
kenningar, einræðisstefnur, stjórnleysisstefnur, Darwinismi,
fríhyggja, socialismi o. m. fl. Margir af þessum smálækjum
báru með sér leifar frá upplýsingartímabilinu, sem enn-
þá hafði mikil áhrif í Evrópu. Það er þessi gamla stefna
og rómantískan, sem sverfa til stáls í hjarta Tegnérs, einkum
á sviði trúfræðinnar. Sundurliðun og skýrgreining verð-
mætanna í stefnum þessum urðu honum svo erfið, að hann
tapaði á tímabili sálarjafnvæginu. En upp af geðveiki hans
hófst nýtt norrænt vor. Þjóðareðlið, sem var dýpsta eðlisávisun
hans, sigraði í hjartanu. Og þegar Tegnér skildi, að hann fyrst
og fremst var Svíi, varð hann einnig mikilhæfur Evrópumaður
og heimsborgari.
Efnið í bókinni er stórfelt, og meðferðin er skýr. Bukdahl
lætur aldrei tælast út fyrir svið lífsstefnu sinnar, og hann er
vopnaður þekkingu á trúarbrögðum, stjórnmálum og bók-
mentum, sem gerir hugsanir hans Ijósar og ákveðnar. Fyrir
þessa bók hlaut hann heimsfrægð. Einkum vakti hún mikla
eftirtekt í Þýzkalandi, og í amerísku stórhlaði, „New Yorlc
Times“, var henni líkt saman við hina frægu bók Spenglers:
„Der Untergang des Abendlandes". En sú samliking er þó
harla fjarstæð, því þær bækur eru eins ólíkar og dagur og
nótt.
Með þessari bók er Bukdahl í andlegum skilningi kominn til
Svíþjóðar, og ummerkin greypast óafmáanlega í hug hans. En
það er þó annað land, sem heillar hann meira, Norvegur, og
nú er hann kominn svo nálægt landamærunum, að æskuend-
urminningarnar um Dofrafjöllin, Guðbrandsdalinn, Vestur-
landið og ýmsa staði þar draga hann til sin. Þessar endur-
minningar verða að nýrri bók „Det skjulte Foraar“ (Hið leynda