Eimreiðin - 01.04.1939, Síða 41
e>mreiðjn
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
153
vor) 1935. í henni þræðir Bukdahl ekki svo nákvæmt slóðir
rökfræðinnar, en lætur andann baða sig frjálsan í lindum
hixnins og jarðar. Bókin ber vitni þess, að Bukdahl er skáld
mikið. Þegar hann lætur hugann skapa þá fegurð, sem hjart-
að girnist, er orðavalið svo einstakt, að lesandanum finst
hann sé að lesa ómþrungin hrynjandi Ijóð, en ekki órímaða
frásögn.
Listamanns- og skáldskaparþrá sinni finnur Bukdahl bezt
fullnægt í Norvegi. I öllum bókum hans finnur maður myndir
frá því landi, leynt, norskt vor. í lok bókanna um Danmörku
er eins og endurminningarnar um dalaskáldin norsku strjúki
mildri hönd yfir heitt enni hans. Það skerpir sjónina, þegar
Lann í bókarlokin lítur yfir menninguna í Evrópu. Og nú
smeygist þessi bók um Norveg, „Det skjulte Foraar“, inn í
röð hinna áætluðu verka um Svia. Ósjálfrátt verður hún til
eins og endurminning, sem kastar ljósi á djúp lærdómsins.
Lukdahl sökkvir sér þar af og til niður í að dæma og gagnrýna,
en hann lifir í þessari bók sinu lífi samhliða og utan við rann-
sóknarefnin. Þessu frjálsa lifi anda hans mætir maður í „Arið
f Rípum“, en einkum þó í þessari síðustu bók. í henni eru
fallegir kaflar, sem lýsa vængjatökum sálar, sælublandinni
'’itund hins liðna og eftirvæntingu hins ókunna. Alt verður
a® vinnast tvisvar sinnum, áður en maður eignast það að fullu,
°g hér hefur Bukdahl i endurminningunni nýtt landnám í
Norvegi, finnur náttúruna, sundurrista af fossandi flaumi,
föfraheim hinna stórbrotnu fjallakamba í ljúfsárum friði
heiðríkjunnar, lifa í brjósti sér. Og samtímis sér hann frá
tindum fjallanna lífseiga stofna niðri í dölunum, stofna, sem
eiga rætur i mold miðaldanna, stofna, sem heita: Garborg,
Kinck, Duun, Sylve, Mor o. fl. Ár frá ári magnaði lífsbaráttan
kraft þeirra. Maður veitti ekki þessum stofnum eftirtekt eins
°§ hinum stóru eikum: Björnson og Ibsen. En um síðir lyftu
Þeir þó krónunni yfir virkisveggi fjallanna, svo laufið breiddist
ain allan Norveg. Menningin, hin þjóðlega menning, á fyrst
°g fremst rætur í dalnum — en ekki á fjallstindinum.