Eimreiðin - 01.04.1939, Page 55
eimreiðin
BIÐSTOFAN
167
drengurinn. Svo er hann nú í skólanum, og í hinni vikunni
kom skarlatssótt í bekkinn -— því segi ég það, að þeir eiga að
loka skólanum, þegar þessar farsóttir eru að stinga sér niður.
Nei, hann er eitthvað óeðlilegur, hann Stjáni minn — maður
veit aldrei hvað gengur að þessum börnum.
Blindur maður: Ójá, margt er mannanna bölið.
Konan (varpar öndinni): Það má nú segja. (Eftir stutta
Þögn). Skyldi einhver vera inni hjá lækninum?
Blindur maður: Ég veit það ekki. Ég er búinn að bíða góða
stund, og enginn var hér þegar ég kom.
Konan: Hans er víst mikið vitjað — læknisins á ég við?
Blindur maður: Það er víst. Hann ku vera sérlega laginn
með hnifinn.
Stjáni (speniur): Hvaða hníf?
Btindur maður: Skurðhnífinn, góðurinn minn.
Stjáni (milli vonar og ótta): Það á ekki að skera mig,
®amma, er það?
Konan: Nei, nei, góði minn. Hann skoðar i þér tunguna og
klustar þig kannske, það er alt og sumt.
Stjáni (jirjózkur): Ég sýni honum ankotan ekki tunguna.
Konan: Hvað oft hef ég ekki sagt þér að tala ekki ljótt?
Skammastu þín ekki fyrir að láta blinda manninn heyra
til þín?
Stjáni (við blinda manninn): Ertu blindur?
Blindur maður: Nei, það getur nú ekki heitið. Ég sé svo
illa frá mér. Þú ert annars stór strákur.
Stjáni: Sérðu mig?
Blindur maður: Já, já.
Stjáni (felur sig á bak við mömmu sína): Sérðu mig
núna?
Blindur maður (eins og áður): Já, já.
Stjáni: Það gaztu ekki, því ég faldi mig.
Blindur maður: Faldirðu þig? Hvar faldirðu þig?
Stjáni (hróðugur): Á bak við mömmu.
Konan: Stjáni, vertu stiltur. Annars læt ég lækninn skoða
°fan i þig.
Blindur maður (nær sér niðri á Stjána): Já, lagsi. Hann
setur slöngu ofan í magann á þér og pumpar upp úr þér