Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 74
186
FÓRN.4RSJÓÐUR ÍSLENDINCíA
EIMBEIÐIN
um þaS nógu auðugur og gjöfull — nei, heldur vegna þess,
ef að landsmenn verða ekki nógu samtaka. Því að ef þeir
væru vel samtaka og svo brunaheitir af föðurlandsást eins
og margir láta uppi í skáldskap, blöðum, við kosningar, á
þingi og enn víðar við hin og þessi tækifæri, þá gætu þeir
auðveldlega leyst þetta leiðinlega skuldamál á stuttum tima
og með einföldu móti, einkum ef sæmilegt árferði yrði nokk-
ur ár. En þá yrðum vér þó einu sinni allir að sýna ást vora á
landinu i verki og' láta birtast í sameiginlcgri fórn, sem væri
svo myndarleg, að mikilsverð hjálp yrði til þess að létta skulda-
byrðina og vinna oss afgerandi álit, traust og virðingu ann-
ara þjóða.
Ég á hér við það að vér allir, hvert einasta mannsbarn í
landinu, legðum fram af frjálsum vilja einhverja upphæð
eftir efnum og ástæðum, i sameiginlegan sjóð, sem vel mætti
heita „Fórnarsjóður íslendinga“. Honum skyldi verja til þess
að létta oss svo byrðarnar af skuldunum, að þær yrðu oss
ekki erfiður fjötur um fót, þegar vér fáum fult frelsi og tök-
um alveg að oss utanríkismálin o. f 1., sem mikill vandi og
kostnaður fylgir, sérílagi fyrstu árin meðan verið væri að
koma þessu vel fyrir, en um leið þyrfti að búa svo um, að ekki
mynduðust nýjar skuldir.
Gera má sér grein fyrir sjóðmynduninni þannig:
Ef 20 |)ús. ibúa leggja fram 5 kr. hver, gerir ]>að 100 pús. kr.
— 20 — — 10 — — 10 — — 10 — — 10 — — 10 — — — 20 — — — 40 — — — 60 — — — 80 — — — — 200 — — 200 — — 400 — — 600 — — 800 —
— — —
—
— 10 — — 100 — — — — 1000 —
— 10 — — — 200 — — — — 2000 —
— 10 — — 500 — — — — 5000 —
— 5 — — 700 — — — — 3500 —
— 3 — — — 1000 — — — — 3000 —
— 1% — — 2000 -- — — — 3000 —
— 14 — — — — 3000 — — — — 1500 —
120 þús. ibúar, meðalframlag kr. 177.50. Sjóður kr. 21300000.00.
Atlis. A töflunni eru allir landsmenn taldir, cinnig yngstu þegnarnir,
og gert ráð fvrir að eldra fólkið fórni nokkru fyrir nöfn þeirra, eins og
oft er gcrt hér i sveitinni, þegar samskotalistar eru á ferðinni.