Eimreiðin - 01.04.1939, Side 84
196
HERRA TIPTOP
bimreiðin
götu og gekk það, sem eftir var leiðarinnar, þar sem lítið
bar á.
Þegar hann var kominn heim að húsinu, sem hann bjó í,
stökk hann upp tröppurnar, tók lykilinn upp úr vasa sínuni,
stakk honum í skrána og opnaði. Þegar hann var kominn inn
i forstofuna, fór hann úr frakkanum, tók af sér hattinn, hengdi
hvorttveggja upp á snaga og gekk inn í herhergið sitt. Það var
snoturt herhergi, fremur lítið, en þokkalegt, með skrifborði,
tveim stólum, leguhekk og stórum klæðaskáp. Hann leigði her-
hergið af eldri konu, sem átti húsið og hjó í hinum endanum
sjálf, og mesti kosturinn við það var, fanst honum, að sérfor-
stofa fylgdi.
Hann tók strax utan af pakltanum. Það voru fínar umbúðir,
fyrst pappírinn og svo askja. Hann opnaði öskjuna, og ger-
semin blasti við augum hans. Hann tók hattinn varlega upp,
strauk silkimjúkan kollinn og börðin og setti hann upp. Pípu-
hattur! Loksins hafði hann eignast pípuhatt! Nú yrði hann
alveg eins og leikari! Tiptop!
Svo opnaði hann hurðina á klæðaskápnum, því spegillinn var
festur inn á hana, og speglaði sig, „elegant“. Það var engum
hlöðum um það að fletta, að hatturinn fór honum vel, alveg
prýðilega. Hann setti hann lítið eitt meira á ská, jú, það klæddi
hann enn þá betur, nú var hann virkilega ómótstæðilegur.
Hann hrosti til sín í speglinum, reigði sig til, setti í brýnnar
og varð dremhilegur. Alveg áreiðanlegt, nú gætu ekki margar
stúlkur staðist hann. Gott að hann hafði keypt þennan hatt.
En hafði hann nú haft ráð á þessu? Nei, eiginlega ekki, hann
átti eftir að greiða húsaleiguna, hm! En það verða einhver
ráð með það.
Hann ætlaði að nota hattinn á laugardagskvöldið, þegar hann
færi á hallið með Stínu. Honum leizt slcramhi vel á Stínu. hun
var svo „smart“ í „tauinu“ og „fix“, en ljóðurinn var, að hann
vissi ekki hvaða tilfinningar hún bæri í brjósti til hans. En
nú átti pípuhatturinn að skera úr um það. Það var ábygg1'
legt, að meira segja Stína hlaut að falla fyrir svona fínuin hatti.
Hann hafði oft séð það í kvikmyndum, þegar herrarnir voru
að fara í samkvæmi, ldæddir í kjól og hvítt. Honum fanst það
verulega „flott“.