Eimreiðin - 01.04.1939, Page 90
202
HERRA TIPTOP
EIMREIÐIN
aði ura leið og hún skall ofan á steinlagða gangstéttina. Hann
óskaði jiess heitt og innilega, að hann væri steindauður.
Honmn fanst hann vera ininsti maðkur, sem skriði á jörð-
inni. Hvað mátti forstjórinn ekki halda? Og hann hafði beðið
um frí vegna veikinda, og svo mætir hann honum komandi
út úr „ríkinu“ með flösku í hendinni og pípuhatt á höfðinu.
Hann hrvlti við tilhugsuninni. Honum fanst það eilifðar-
tími, meðan hann var að komast fram hjá. Hann reikaði
eins og drukkinn maður. Og i þetta skifti var það virkilega
fárveikur maður, sem með naumindum dróst heiin til sín.
Tvö kvæði.
Eftir Pórodd frá Sandi.
Fiðrildi.
Þau svífa um bláloft á silfurvængjum
og svelgja himinsins veig;
þau sveifla sér hljóðlega’ á blóm af blómi
og bikar þess drekka í einum teyg;
þau fljúga létt eins og ljúfir draumar —
líkt og golan um aldinteig.
Þau lúta engum — sem fleygir fuglar
á fjötrum unnu þau bug;
smælingjum jarðar öðrum æðri:
Þau áttu þann vaxtarhug,
sem kastaði loðnum lirfuhömum
og lyfti sér á flug.
Það sindrar á þau í sunnanblænum,
sóldýrin þroskagjörn,
í öllum regnbogans óskalitum.
Ég elska þau, þessi loftsins börn.
Þau sýna, hvað hægt er að vinna og vaxa
og verða — með sókn og vörn.