Eimreiðin - 01.04.1939, Page 108
220
KVIKMYNDASAMKEPNI EIMREIÐARINNAR
eimreiðiN
kvikmyndum og munu mörgum hér á landi minnisstæð frá
þeim tima, er þær kvikmyndir voru sýndar, eða áður en tal-
myndirnar tóku að ryðja sér til rúms. Grace Moore, Paul
Muni og Charles Boyer leika í talmyndum eingöngu, en Charlie
Chaplin er einskonar tengiliður milli þöglu kvikmyndanna
og talmyndanna, heldur sjálfur fram gildi þöglu myndanna
og sýnir það í verkinu, með því að myndir þær, sem hann
lætur gera og leikur í, eru svo að segja eingöngu þöglar
myndir.
Hver þessara átta kvikmyndaleikara nýtur nú eða hefur
notið mestra vinsælda hér á landi? Lesendurnir geta skorið
úr þessu með því að senda Eimreiðinni svör sín við því, hver
þeirra átta kvikmyndaleikara, sem myndirnar eru af, hafi
fallið þeim bezt i geð. Því fleiri sem senda svör sín, þeim
mun betur verður skorið úr um það, hver af hinum átta
frægu kvikmyndahetjum, sem myndirnar eru af, er þektastur
og vinsælastur hér á landi. Spurningin, sem lögð er fyrir les-
endurna, er í tveim liðum:
a. Hver hinna átta kvikmyndaleikara, sem myndirnar eru
af, hefur fallið þér bezt í geð?
h. í hvaða kvikinynd?
Svari við síðari liðnum geta þeir slept, sem vilja, því það
breytir í engu heildarútkomunni af svörunum.