Eimreiðin - 01.04.1939, Qupperneq 127
eimreiðin
RITSJÁ
239
Fyrir sex árum kom út lítil ljóðabók eftir ungan og ójiektan höfund,
sem hann nefndi „Ég ýti úr vör“. Sjálfur ýtti höfundurinn, Bjarni M.
Gislason, úr vör litlu síðar og lagði leið sína til Danmerkur, ]>ar sem
hann hefur dvalið í nokkur ár og flutt fyrirlestra um ísland og íslenzk
efni, víðsvegar um landið. Útdráttur úr þessum fyrirlestrum kom út í
bókarformi árið 1937, og nú nýlega er komin út önnur, aukin og endur-
ha;tt útgáfa af hók þessari, sem nefnist GLIMT FRA XORD (Ry 1938,
^kyttes Forlag). Þetta er í stórum dráttum — og nokkuð sundurlausum
lýsing á Islandi, sögu ])ess, þjóðlífi, náttúru, atvinnuvegum, tung-
unni og hókmentunum, bæði fornum og nýjum. Frásögnin öll er með
sterkum persónulegum blæ þeirrar ástar og hrifningar sem býr hið
innra með höfundinum yfir viðfangsefninu, sem hann hefur valið sér,
en hó yfirleitt rétt og nákvæmt skýrt frá því, sem snertir sögu landsins,
náttúru þess, atvinnuvegi og þjóðlíf. Aftur á móti geta verið skiftar
skoðanir um það hve vel höf. tekst að dæma um bókmentirnar og skáld-
m, einkum ]>au yngri, cn feril þenna rekur hann i síðari liluta bókar-
•nnar alt frá söguöld og fram á vora daga. Þó er þessi þáttur bókar-
innar vafalaust sá, sem mesta athygli hefur vakið hjá þeim, sem höf.
ntar fyrir, og likiega óvíða eins ýtarlega fjallað á danska tungu um
Xngrj hókmentir vorar eins og í síðasta hluta þessarar bókar. Höf. ritar
af f.jöri og virðist liafa náð allgóðum tökum á málinu. Hann staðnæmist
ekki fyr en liann hefur talið upp ýms hin yngstu skáld vor og lýst
verkum þeirra. En nokkuð virðist sú upptalning af handa hófi. í kafla
Slnum um ljóðskáldin nefnir hann t. d. Ólínu og Herdísi Andrésdæt-
ur> Jakob Thorarensen og Jón Magnússon, en ekki Jakob J. Smára, Jó-
hann Gunnar Sigurðsson og Tómas Guðmundsson. Skáldskap Daviðs
Stefánssonar og Jóhannesar úr Kötlum lýsir liann af góðum skilningi.
f dórnum sínum um sagnaskáldskap Einars H. Kvaran tekst honum
miður. Það kemur sjálfsagt ýmsum undarlega fyrir sjónir að sjá hér
trúarskoðunum Einars H. Kvaran þannig, að þær hafi verið „ud-
^ydende og lavede“. Misskilningur er það og, að hugmyndin um sam-
k*lndið við framliðna liafi lil orðið í heimsstyrjöldinni, sem árangur af
sPiritismanum. Sízt á ]>að við hjá Einari H. Kvaran, sem hafði löngu
fyrir lieimsstyrjöldina kvnst því máli, enda er hans bezta skáldsaga í
‘u>da lifsskoðunar spíritismans, Sálin vaknar, rituð í byrjun heims-
styrjaldarinnar. Yfirleitt er það hin argasta villa, sem einhvernveginn
CI l)úið að læða inn i suma dóma um skáldskap Einars H. Kvaran, að
^jn spíritistiska lífsskoðun lians hafi rýrt skáldskap lians og dregið úr lífs-
Mldi siðari bóka hans. Henni átti liann þvert á móti að þakka hin miklu
alu'it sin, þá heiðrikju og fegurð, sem var yfir skáldsögum lians, enda
tuldi hann sjálfur að svo væri. — Höf. telur Krislínu Sigfúsdóttur mestu
jkáldkonuna í hópi íslenzkra kvenna og Halldór Kiljan Laxness mestan
islenzkan rithöfund vorra tínia. Um þetta munu eðlilega vera mjög
skiftar skoðanir. Smávegis villur rekur maður sig á, svo sem rangt
heiti á einni af skáldsögum Hagalíns o. fl„ en ekki kveður mikið að