Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 25

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 25
eimreiðin PRÉDIKUN í HELVITI 169 var sagt, að þú vœrir á leiðinni. Skemmtistaðurinn er hér rétt hjá. Ég skal nú fylgja þér þangað. Við ætlum að fara að byrja.“ Ég sagði lionum, að ég væri liér ókunnugur, en mér liefði verið sagt, að tekið yrði á móti mér á ákvörðunarstað. Kannaðict hann við það, og sá ég, að enginn vafi var á því, að ég væri kominn á leiðarenda. Varð ég feginn, að ég liafði misskilið röddina, en fannst það samt ótrúlegt. Hún gat ekki liafa blekkt mig. En ég fann, að ég var á annarra valdi þennan dag og liugsaði ekkert um þetta frekar. Ég vissi ekki lieldur, hvernig ég átti að skilja föru- Uaut minn, er liann talaði um skemmtistað í sambandi við messu mína, en lét.þó ekki á neinu bera. Nú opnuðust fyrir okkur víðir vellir fram með stóru lvgnu fljóti, en á liinn veginn voru skógivaxnir ásar. Blár fjallahringur gnæfði við himin í fjarska. Lækjarhvammurinn varð mér sem anddyri stórrar fagurrar liallar. Á vöílunum var fjöldi manns. Sólin skein, og allir virtust glaðir °g ánægðir. Var þar stórt veitingatjald og danspallur. Fylgdar- Uiaður minn var sýnilega rnjög hreykinn af að geta sýnt mér þennan fagra stað. Hann linippti nú í mig og livíslaði að mér: „Viltu ekki einn lítinn?“ Ég skildi strax, livað liann átti við og afþakkaði boð hans mjög kurteislega, því að ég vildi ekki móðga hann. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Við eruni nú liér að skemmta okkur. Ég veit, að þú tekur ekki til þess, þó að við séum með ofur- lítinn strammara með okkur.“ Svo hað liann mig að afsaka sig. Hann þyrfti mörgu að sinna, en ég notaði tækifærið til að litast betur um. Fyrir liandan fljótið og allfjarri var mikil byggð, og virtist hún verða þéttari, er fjær dró, og gat ég liugsað mér, að þar væri útjaðar stórrar borgar. Veður var afar kyrrt og unaðslégt, og sá ekki ský á lofti. Innan úr einum runnanum bárust til mín veikir harmoniku- liljómar. Þóttist ég vita, að þar mundi vera listamaður að æfa sig, eða þá að leika fyrir lióp ungmenna, sem safnazt höfðu kringum Éann. Úr veitingatjöldum lieyrðust hlátrasköll annað veifið. Élönduðust þar saman karla- og kvennaraddir. Var auðheyrt, að þar var glatt á hjalla. Fólk var á víð og dreif um vellina, og sumir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.