Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 33

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 33
eimreiðin PRÉDIKUN I HELVITI 177 ég átti. Ég hef unnið og beðið, en samt liafa einhver ill öfl tekið í'au frá mér. Ég á ekkert eftir. Ég lief misst traust mitt á mönn- 'fflum. Þeir liafa hrugðizt mér. Allir, sem mér þykir vænt um, hverfa inn í þennan voða andstyggðar og svika, sem umlykur allt. Og sá, sem er vanmáttugur áliorfandi alls þessa, hann á liér ekki heima. Þeir einir, sem finna ekki, hvernig það er í raun og veru, þeir geta verið þátttakendur þess. Þeim getur jafnvel fundizt það bærilegt. Dagurinn í dag er gleðidagur okkar. Þannig skemmtum við okkur. En þú ættir að vera hér, þegar sorgin kemur, þjáningin, dauðinn. 1 dag erum við góð hvert við annað. En þegar illskan og hatrið 11 á tökum á mönnunum, verða þeir grimmari en nokkur villidýr. há æða þeir liver um annars híbýli, limlesta, brenna og drepa, hvelja liver annan og svívirða liver annan. Hvern einasta dag síðan ól börnin mín, hef ég búizt við því, að þau yrðu borin til mín hmlest eða danð. 1 dag liafa þau verið lostin, livort á sinn liátt. Það er einkennilegt, en ég liugsaði mér aldrei, að ég mundi missa þau þannig. Nú liafa fjandmenn mínir fullkomnað verk sitt. Þegar allt það illa og viðbjóðslega, sem með mönnum býr, fær að njóta 8hb húa þeir sér til helvíti, til þess að kvelja í því sjálfa sig °g aðra.“ Hún þagnaði, og ég skildi hana. Þjáning hennar liafði leyst hana úr viðjum. Svo stóð hún upp og gekk af stað, burt. Ég fylgdi á eftir. Og Hð gengum lengi, lengi og litum aldrei við. Á bak við okkur gtúfði ógurleg þögn. Allt í einu gengurn við inn í dásamlega sólar- uPprás. Ljósið flæddi yfir okkur og fyllti allt eins og liljómþýður niargraddaður söngur. Dg móðirin livarf mér inn í ljósið. 12

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.