Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 38

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 38
182 ÍSLAND 1945 EIMKEIÐIN ræður ráð þetta að mestu úthlutun gjaldeyris lil nýsköpunarinnar þ. e. nýrra atvinnutækja o. þ. u. 1. Gjaldeyrisinneign bankanna erlendis minnkaði á árinu um nál. 106 millj. kr., og reyndist jafn- framt erfitt að fá leyfisveitingar fyrir Bandaríkjadollurum, er leið á árið. A. m. k. þrjú fyrirbrigði, sem að jafnaði eru einkennandi fyrir óheilbrigt viðskiptalíf, eru mjög áberandi orðin í árslokin: Óliagstæður viðskiptajöfnuður, stórfelld rýrnun á erlendum gjald- eyrisforða bankanna og lækkandi verð íslenzkra afurða á erlend- um markaði. YERKLEGAR FRAMKVÆMDIR. Samgöngur. Merkasta brúar- gerðin á árinu 1945 var Ölfusárbrúin nýja, sem var opnuð til um- ferðar 22. dezember 1945. Vegavinnuvélar, innfluttar frá Ameríku eða keyptar af setuliðinu, voru teknar í notkun, bæði jarðýtur, grafvélar, skurðgröfur og vegheflar, og varði ríkið til þessara kaupa rúml. 1,1 millj. kr. Siglingum milli Islands og annarra landa var haldið uppi af Eimskipafélagi Islands og stríðsflutningamálaráðuneytinu brezka. Ferðir þessara aðila til landsins urðu 81 (84), þar af 40 ferðir frá Ameríku og 32 (42) frá Bretlandi. Skipaútgerð ríkisins annaðist strandferðirnar ásamt Eimskipafélagi íslands. Tvö innlend flug' félög liéldu uppi farþega- og póstflugi innanlands: Flugfélag Islands með 4 flugvélum, aðallega milli Reykjavíkur og Norður- lands, og Loftleiðir h. f. með 2 flugvélum, aðallega milli Reykja- víkur og Vestfjarða. Flugvélar þessara tveggja félaga flugu alls á árinu 633.675 km. (386.416) og fluttu 11470 farþega (4838)- Tala bifreiða var í janúar 1946: Vörubifreiðar 2401 (1920), fólks- bifreiðar 2488 (2085). Til vegamála var alls varið á árinu um 24 millj. kr., auk fram- lags berstjórnarinnar, sem nam rúml. 700 þús. kr. Af þessari fjár- hæð fóru rúmar 7 millj. kr. til nýrra akvega, til brúa um 3 millj- kr. og til viðhalds og umbóta rúml. 10 millj. kr. Eftirstöðvarnar eru framlög til sýsluvega, greiðslur fyrir vélakaup o. s. frv. Stærstu vegaframkvæmdirnar voru Hafnarfjallsvegur í Borgar- fjarðarsýslu, sem nú er að verða lokið, ennfremur Vestfjarðaveg'11' yfir Þorskafjarðarlieiði. Þá var og framhaldsvinna í Vatnsskarðs- vegi, Ólafsfjarðarvegi, Siglufjarðarskarði, öxnadals- og Öxnadals' lieiðarvegi, Svalbarðsstrandarvegi og Oddskarðs- (Norðfjarðar)

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.