Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 40

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 40
184 ISLAND 1945 EIMREIÐIN' til Eyrarbakka og Stokkseyrar, virkjun til Húsavíkur frá Laxár- veitunni, o. fl. Hafin var 3500 kw. virkjun Andakílsfossa í Borgar- firði og unnið að viðbót við aflstöðina í Engidal við Isafjörð úr 600 kw. upp í 1200 kw. Byggingarframkvœmdir urðu meiri en nokkru sinni áður, bæði hjá einstaklingum og ríkinu. Af opinberum byggingarframkvæmd- um í Reykjavík má nefna þessar: Viðbót við ICleppsspítalann og lxin nýja fæðingardeild Landsspítalans, viðbygging við stjórnar- ráðsbygginguna Arnarhvál, gagnfræðaskóli fyrir 500 nemendur, Þjóðleikhúsið, barnaskólinn í Laugarnesi, Laugarneskirkja og liinn nýi barnaskóli á Melunum. Engin þessara bygginga var þó fullgerð í árslok. Stýrimannaskólinn var aftur á móti tekinn í notkun um liaustið. SLYSFARIR urðu með minna móti á árinu samanborið við hin styrjaldarárin, enda lauk styrjöldinni á miðju síðastliðnu ári. Af völdum sjóslysa fórust 34 íslenzkir menn og konur á árinu, þar af 20 af liernaðarástæðum. Stærsta sjóslysið á árinu var, er e. s. „Dettifoss“ fórst við Bretlandseyjar 21. febrúar, af völdum styrj- ahlarinnar. En með lionum fórust 15 manns. Auk farþegaskipsins „Dettifoss“ fórust á árinu 1 flutningaskip, 1 línuveiðari, 6 fiski- bátar yfir 12 rúmlestir og 4 þilbátar undir 12 smál. Alls misstw Islendingar á árinu 2621 rúml. skipastóls. MANNFJÖLDI á öllu landinu var um ájramótin 1945—46 alls 130,842 manns, samkvæmt liinu árlega manntali. Þar af vorU 58.910 manns lieimilisfastir í sveitum, en 71.446 í kaupstöðuin- Ibúatala kaupstaðanna var þessi: Reykjavík................. 46 578 Ólafsfjörður ................ 909 Hafnarfjörður ............. 4 249 Akureyri................... 6144 Akranes.................... 2 168 Seyðisfjörður................ 821 Isafjörður................ 2 919 Neskaupstaður .............. 1 493 Siglufjörður.............. 2 877 Vestmannaeyjar ............. 4 588 Mannfjölgun á öllu landinu 1944 og 1945 hefur orðið 492? manns. Mannfjölgunin 1945 hefur orðið 2565 manns eða 2 %• Fólki í kaupstöðum hefur á árinu 1945 fjölgað um 4,1 % (Ólafs' fjörður meðtalinn, en liann var gerður að kaupstað í ársbyrjww 1945). 1 sýslunum hefur fólkinu fækkað árið 1945 um 0,4°/c-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.