Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 47

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 47
eimreiðin FRÁFÆRUR OG YFIRSETA 191 Þetta réð úrslitum, og fórum við livergi. Var okkur það mikið metnaðarmál, að æmar gerðu sem bezt gagn, og svo var með flesta smala þessa tíma, er ég þekkti. Brátt tók að rigna aftur með enn meiri ákafa en áður. Þetta var ekta austfirzk rigning, en jafnframt létti þokunni nokkuð upp í lilíðar. Leituðum við okkur skjóls í tóft, er við höfðum byggt, en ekki fengið neitt timbur til að refta yfir bana með. Það var jafnan viðkvæðið, er við báðum um slíkt, að við gættum ánna ekki eins vel, ef við gætum verið inni. Var og sagt, að þetta hefði nú alltaf verið svona og gefizt vel. Væri og enginn verri, þó liann vöknaði, enda hefðum við gott af að venjast vosinu, við mundum livort eð væri ekki eiga fyrir höndum að leggjast í traföskjur. Var engu uni þokað í þessu efni, hversu sem við fóriun að. Nú vorum við farnir að finna til vatns og tók því mjög að kólna, enda við að mestu án lilífðarfata. Tókum við nú til nestis okkar og hyrjuðum á lieitum rúsínugraut, sem Berunessmalar liöfðu. Kom þá í ljós, að Guðrún Bjarnadóttir, liúsfreyja þar, liafði látið 4 skeiðar í grautarílátið, liefur þótzt vita, að við nvundum neyta alls matar í félagi, eins og ætíð var siður okkar. Voru nú settar 1 flýti reglur um, bversu matast skyldi. Áttum við að taka sína skeiðina liver og fara allir jafndjúpt með liana, því við töldum, ah rúsínur væru meiri, eftir því, sem dýpra væri kafað í grautinn. Heldur lilýnaði okkur við máltíðina, en aðeins í svipinn. Tókum Vl« þá lil þess ráðs að lilaupa kringum ærnar og reka saman, en það var einnig stundarfriður. Kuldinn sótti fastar að, eftir W sem við blotnuðum meir. Þegar við gizkuðum á, að komið ntundi að nóni (klukku höfðum við enga), skyldi aftur matast °g borðað liangikjöt og saltkjöt, er við bræður höfðum til nestis. Áf brauði og smjöri liöfðu hvorirtveggja nóg. En nú voru matnum eigi gerð mikil skil. Okkur leið illa, vegna kulda. Vatnið rann ískalt niður bera kroppana á okkur, og við skulfum nokkuð. Hættum við brátt að borða, hlupum að gili skanunt frá og fórum velta grjóti ofan í gilið. Við gátum þó ekki unnið í okkur liita °g haettum því brátt, fórum enn að reka ærnar saman og telja þaer. Á því gátum við helzt liitað okkur. En kuldinn kom fljótt aftur, og við drógum okkur aftur inn í tóftina. Rigndi nú og meir en nokkru sinni áður. Vorum við orðnir rennblautir frá livirfli niður á liæla og skulfum nú ákaft. Sátum við í linipri, hver á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.