Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 65

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 65
eimreiðin FLÓTTI 209 inu Kristín Sigurðardóttir undir. Læknirinn kannaðist við nafnið. Höfundurinn stóð framarlega í kvenréttindamálum. En pró- fessornum liafði alltaf fundizt Kristín Sigurðardóttir þreytandi °g einföld. Hún tignaði liann eins og svo margar aðrar frúr, æðri °g lægri, en öll þessi pilsatilbeiðsla hafði aldrei verið lækninum að geði. Þó liafði hann orðið að taka fullt tillit til þeirra mörgu ágætiskvenna, sem veitt liöfðu félagssamtökum lians öflugan stuðning. Læknirinn greip niður í greinina: “. . . . þó ég sé engin áhrifamannesk'ja. Samt vildi ég leyfa mér að bera fram þá tillögu, að þegar prófessor Hermann Hermannsson deyr, því auðvitað deyr liann einlivern tíma, eins og allir, þó krabbameinið verði lionum ekki að bana, þá verði liann grafinn á Þingvöllum meðal mestu ágætis- manna þjóðarinnar, og mér finnst . . . .“ Hér nam læknirinn staðar, og hann kastaði blaðinu á horðið. Heira vildi hann ekki lesa. Hann tók að sér gleraugun, en höndin á lionum liríðskalf. * Morguninn eftir sat Herinann prófessor enn í leðurstóhium við stóra borðið. Nú var engin sól. Úti var dumbungsveður, en það 11ufði rignt mjög mikið um nóttina. Steinhúsin voru dökk af regn- bleytunni, og gruggugir lækir liðuðust í aurnum ineðfram gang- 8tettunum. Menu gengu um götuna og liurfu inn í dumbunginn °g drungann. Einstöku bifreiðar, með regndropa á gljáandi málningunni, runnu liljóðlega framhjá. Læknirinn var í þungu skapi. Hann var þreyttur eftir daginn sein leið — og liafði sarna og ekkert sofið um nóttina. Afmælisgest- irnir fóru seint, þeir sátu lengi yfir glösurn og reyktu digra vindla. Lækninum fannst þeir aldrei ætla að geta slitið sig upp úr stólun- Uln. En svo tíndust þeir smátt og smátt hurt. Ef til vill liafði það verið skakkt af honum að afþakka samsætið, sem lionum hafði stað- til boða, það liefði ef til vill tekið fljótar af. 1 gærkvehli fundust honum jafnvel vinirnir leiðinlegir. Sæmundur liafði komið, en staðið stutt við. Líklega tafði hann oftast ekki lengi á slíkum mann- Lmduni. Læknirinn rifjaði upp fyrir sér, að hann liafði einlivern 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.