Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 86

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 86
EIMREIÐIN Frá landamærunum. Tilraunir dr. Cannons. (Eins og kunnugt er af bókum dr. Alexanders Cannon, hefur hann um langt skeið fengizt við tilraunir á dularöflum lífsins, með undraverðum árangri. Sjálfur hef- ur hann með dáleiðslu framkvæmt mörg þau fyrirbrigði, sem kunn eru frá tilraunafundum miðla. Ég birti hér á eftir orðrétta skýrslu tveggja fundarmanna, í íslenzkri þýðingu, og er skýrslan frá fundi, sem haldinn var á heimili dr. Cannons á Manareyju 17. dezem- ber 1944. Skýrslan er birt með leyfi doktorsins og er ein af mörg- um vottfestum skýrslum, sem mér hafa borizt um tilraunir hans xrá árunum 1943—1944. Ritstj.) Hinn 17. dezember 1944 nutum við þeirrar velvildar að mega vera viðstödd tilraunir, sem fram fóru á heimili dr. Cannons á eynni Mön. Þessi fundur reyndist okkur fram- úrskarandi merkilegur, og höfum við því skráð athuganir okkar á honum, sem hér fara á eftir. Viðstaddir á fundinum voru: Dr. Sir Alexander Cannon. Rhonda. Frú Kearly. Margarette. Parkin liðsforingi. Hr. Allwork. Hr. A. de Vane Smyth. Frú Weatheread. Frú Anna Dawson. Ungfrú Myers. Ungfrú Mothersole. Frú Margaret Perry. Hr. Richard Perry. Meðan fundurinn stóð yfir, voru leiknar allmargar hljómplötur við sérstakan litljósaútbúnað, og reyndiat þetta að hafa mjög ró- andi áhrif á hlustendurna, sem nutu við það unaðslegs friðar og kyrrðar allan tímann, sem tilraun- irnar stóðu yfir. Fyrst sannaði dr. Cannon okk- ur hvernig hægt er að gera sjálf- an sig ónæman fyrir áhrifum elds, með því að hækka líkamshita sinn með ákveðinni öndunarað- ferð. Hann hélt logandi eldspítu að hörundi vinstri handar og lét eldinn brenna þar út, en þó að við rannsökuðum nákvæmlega hörund- ið á eftir, sást þar ekki vottur af brunaroða hvað þá meir, en ask- an af eldspítunni sat þar eftir. Dr. Cannon útskýrði því næst með einföldu dæmi grundvallar- lögmálið fyrir lyftingafyrirbrigð- um. Hann lét logandi kerti standa í skál með lituðu vatni og hvolfdi síðan glasi yfir kertið. Undir eins og ljósið á kertinu slokknaði, steig vatnið í glasinu, svo að yfirborð þess varð hærra en í sjálfri skál- inni. Þessu næst lét dr. Cannon okk- ur í té gott dæmi um hugsana- flutning. Margarette var beðin að ganga út, og fór hr. Allwork með henni til þess að tryggja, að hún gæti ekki heyrt neitt, sem gerðist í til- raunaherberginu. Dr. Cannon bað um, að einhver fundarmanna kæmi með einhvern hlut, sem hann bæri á sér. Frú Weatheread tók gift- ingarhringinn af hönd sér og bað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.