Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 11

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 11
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 83 undan fæti fyrir íslenzkri þjóð“ og að dýrkeyptu þjóðfrelsi hafi verið teflt í vaxandi voða, „unz við þraukum nú í hernumdu landi, þar sem útlend herstjórn fer sínu fram, ef henni býður svo við að horfa“. Islendingur, málgagn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, drepur í forustugrein sinni 16. júní á orðsendingu Kristjáns kon- ungs X. frá árinu 1944 um, að það geti verið „miður farsælt fyrir hið góða bræðralag" milli íslands og Danmerkur, ef ís- lend ingar taki framtíðaráform um stjórnskipun sína, meðan bæði löndin séu hersetin, og tekur upp orðrétt hina ákveðnu yfirlýs- ingu íslenzku ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna út af þessari orðsendingu konungs. Síðan bendir blaðið á hin glæsilegu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sama ár og þær miklu fram- farir, sem orðið hafa í landinu á fyrsta áratug lýðveldisins. „Við niinnumst því á morgun unninna sigra og stórra áforma lítillar Þjóðar í landi mikilla möguleika", bætir blaðið við. í IVI o r g u n b I a ð i ð 17. júní ritar Bjarni Benediktsson, dóms- niálaráðherra, grein undir fyrirsögninni: „íslendingar hafa treyst öryggj 0g sjálfstæði lýðveldis síns“. Ræðir þar einkum um varnir landsins, og kemst höfundurinn að orði á þessa leið: „Þegar sæmilegur friður verður kominn á í heiminum og hættan á stór- styrjöld liðin hjá er sjálfsagt, að erlent varnarlið hverfi frá ís- landi sem öðrum löndum, sem svipað stendur á um“. Tíminn bendir á það í forystugrein 17. júní, „Tíu ára af- niæli lýðveldisins", að þó að nazismanum hafi verið steypt af stóli í Evrópu, hafi ný ofbeldisstefna, sem stefni að heimsyfir- ráðum, orðið arftaki nazismans, og lýsir blaðið í því sambandi hvernig fylkingu verkamanna á kröfugöngu í Austur-Berlín, 17. júní 1953, hafi verið sundrað með kúlnahríð úr útlendum skrið- drekum og foringjum þeirra varpað í dýflissu eða þeir sendir i þrælkunarvinnu. „Það er til að sporna gegn slíkum örlögum, sem hinar frjálsu þjóðir Evrópu ásamt Bandaríkjunum og Kanada, hafa stofnað með sér varnarsamtök til tryggingar friði og frelsi. '----íslendingar hafa talið sér skylt vegna hinna sameiginlegu varna í þágu friðar og frelsis að leyfa nokkra hersetu í landi“. Gi'eininni lýkur með þeirri ósk, að senn verði svo friðvænlegt í hei minum, að vér getum búið einir í landi voru. Varðberg, málgagn Lýðveldisflokksins, vítir, 16. júní, vinnu- brögð stjórnmálaforingja og alþingis í stjórnarskrármálinu, undir tyrirsögninni: „Stjórnarskrármálið og tíu ára afmæli lýðveldis- 'ns“ og spáir því, að dagblöðin muni ekki minnast á þetta stór-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.