Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 14

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 14
86 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMRF.IÐIN móðir allra landsins barna, er með því vegsömuð á táknrænan hátt, um leið og hún með móðurlegum myndugleik ávarpar þau og hvetur til dáða. Nú stendur hún á vegamótum, með fortíðina að baki, ríka af minningum, ríka af reynslu langrar baráttu, ríka af þjóðlegum verðmætum, sem ekki mega glatast. í hafróti bylt- inga og breytinga í efnahagsmálum, atvinnuháttum og tæknileg- um efnum, stendur hún og horfir fram á veginn, eftir áratugs feril vors unga lýðveldis. Vér trúum því, að göfugur arfur frá liðn- um kynslóðum, reynsla þeirra, mótuð í eldvígslu þrauta og baráttu, megni að herða hana áfram til dáða, að hún haldi sæmd sinni og sjálfsvirðingu, hvað sem á dynur, — „sólarbundin, fleygifrjáls, fléttuð geisla um öxl og háls“, með faldinn hreinan yfir háu enni. Með þá trú að leiöarljósi býst þjóðin til göngunnar næsta ára- tuginn, að liðnum hinum fyrstu tíu lýðveldisárum, og heldur henni áfram um ókomin ár og aldir. Kirkja íslands stendur á vegamótum í sólmánuði sumarsins, svipað og íslenzka lýðveldið, þar sem nýr biskup hefur nú tekið við störfum af hinum ástsæla látna biskupi Sigurgeiri Sigurðs- syni, og fór vígsla hins nýja biskups, Ásmundar Guðmundssonar, áður prófessors í guðfræði við Háskóla íslands, fram sunnudag- inn 20. júní í dómkirkjunni í Reykjavík, að við- Nýr hiskup stöddu miklu fjölmenni. Dr. theol. Bjarni Jóns- yfir íslandi son v'Sslut>iskup framkvæmdi vígsluna, en dr. Magnús Jónsson lýsti vígslu. Biskupsembættið hefur jafnan verið mikilvægt og veglegt, enda jafngamalt kristn- inni, og hér á landi hafa í því embætti starfað margir afreks- menn allt frá dögum ísleifs biskups og fram á vora daga. Undir engum einum manni er það meira komið en eftirlitsmanni kirkj- unnar, hvort hún rækir sitt göfuga hlutverk eins og vera ber. Megi koma hins nýja biskups í embætti boða vaxandi birtu og bjartari, andlegri lífsviðhorf í íslenzku kirkjulífi og þjóðlífi á komandi árum. Með þá ósk í huga hyllir þjóðin hinn nýja biskup vorn og biður honum blessunar í starfi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.