Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 20

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 20
92 EINAR JÓNSSON, LISTAMAÐUR EIMREIÐIN V. Sú dýrmæta eign, sem íslenzka þjóðin á í verkum Einars Jónssonar, er ekki enn metin að verðleikum. Þroskagildi listar lians á sér engin takmörk, en til þess að njóta hennar, þarf að kynnast verkum hans, íhuga þau og tileinka sér boðskap þeirra. 1 hinu snjalla kvæði um listasafn hans verður Guðmundi skáldi Friðjónssyni að orði: „Er ég í álfheimum? Er ég bergnuminn? Geng ég með Gestum-blinda? Hér er hljóskraf helgra vætta — heimur hvítra töfra. Þögli og þrá í þessu hofi mörgum tungum tala; orka andvöku, ögra skilningi, lokka hug til leiðslu. Hefja hygmyndir, hilling skapa sannindi leyst úr læðing; lyftir listamanns lögmálsgrein sál úr svefni og drunga.“ Ég hygg, að svipuð tilfinning grípi flesta, sem fara að skoða listasafn Einars Jónssonar, eins og greip skáldið og hann lýsir svo vel í kvæði sínu. 1 þeim salarkynnum er sem heyra megi hljóðskraf helgra vætta, sé hlustað — og skynja megi heim hvítra töfra, sé sjónum beitt. Á þeim tímum, er vér lifum, ógn- ar mannkyninu svartigaldur haturs og síaukinnar tækni í þjón- ustu þess. Gegn honum er aðeins ein vörn: hinn hvíti galdur kærleiksþjónustunnar. Milli þessara tveggja andstæðna er orr- ustan háð. Islenzka þjóðin hyllir listamanninn Einar Jónsson áttræðan að árum, en ungan í anda. Bezta afmælisgjöfin, sem hún getur fært honum — og um leið sjálfri sér — er, að hún tileinki sér í orði og athöfn þau sannindi, sem hann hefur sífellt verið að boða og boðar enn. Þá mun þjóðlíf vort í sannleika verða „heimur hvítra töfra“. Sveinn Sigurðsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.