Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 23

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 23
eimreiðin RÍKI OG KIRKJA 95 Eins og 62. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar — en þar er ákvarð- að, að hin evangeliska lúterska kirkja sé þjóðkirkja Islands, þ. e. sérstök og almenn kirkja hinnar íslenzku þjóðar —, þá er berum orðum sagt, að rikisvaldið skal stySja hana og vernda. Eigi er kleift, ef rétt er haft við, að skýra þetta ákvæði á annan hátt en þann, að ríkið, ríkisheildin, á að halda uppi kirkju og kennidómi alls landsins, nema að því leyti sem stofnuð kynnu að vera önnur kirkjufélög utan þjóðkirkjunnar og fái tilskilda viðurkenningu. Er þetta og í samræmi við upphaflegar skýr- mgar stjórnlagafræðinga annars staðar á tilsvarandi ákvæðum. Sögulega stendur þetta í sambandi við og er afleiðing af, að ,,hið opinbera11 tók til sín, og mátti segja lét greipar sópa um, eignir kirkjunnar á íslandi i heild við siðaskiptin. Síðan hlaut rikið (fyrst í nafni konungs, svo þjóðarheildar, rikissjóðs) að kosta opinbert kristnihald og kirkju í landinu og sjá um, tryggja, viðhald kennilýðsins. Til þessa heyrir sem sé í raun réttri þrennt nánar tiltekið: 1) Klerkdómurinn, prestarnir; 2) ákveðinn sama- staður klerkanna, prestssetrin, og 3) kirkjurnar (í þrengri tnerkingu), þ. e. kirkjuhúsin. Því tvennu fyrstnefnda, prestum °g prestssetrum, hefur ríkiS nú raunar bæSi aS formi og efni til gert skil, samkvœmt tilvitnaSri stjórnlagaskyldu sinni, sum- Part með fastsettum launagreiðslum til klerka þjóðkirkjunnar samkvæmt launalögum (sbr. lög frá 1945, nr. 60, 12. marz) og sumpart með nýlegum lögum um skipulag og hýsingu prests- setra (lög 1947, nr. 38, 1. maí), þar sem ákveðið er, eins og þar segir, að „ríkissjóður kostar byggingu íbúðarhúsa á prests- setrurn11, m. m. eftir tilteknum reglum, þótt enn kunni á að skorta um framkvæmdir eða sumt í því orka tvímælis. En hiS þriSja hefur til þessa verið gersamlega óumhirt af löggjöfinni: Eirkjurnar, kirkjuhúsin. Um bygging þeirra hefur ekki enn, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir, fengizt viðhlítandi lagasetning, að því er til kostnaðar tekur, sem ríkissjóður yrði að gangast undir samkvæmt áminnztum grundvallarreglum, enda þótt heiti, að söfnuðir standi þar næstir. Nú veit hvert mannsbam, að ástandið er orðið slíkt, að langt er frá, að einstaklingar eða hópar þeirra, er í þessu falli kallast söfnuðir, rísi undir því, þótt til þess hafi áður verið ætlazt. Allt hefur þetta verið rakið fyrr, °g hef ég áður sýnt fram á í ræðu og riti, utan alþingis og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.