Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 24

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 24
96 RlKI OG KIRKJA EIMREIÐIN innan, og fært fyrir því gild rök, að ríkinu bœri að taka þær framkvæmdir á sína arma, að meira eða minna leyti. — Á alþingi 1944 bar ég fram „frumvarp til laga um kirkju- byggingar og þátttöku ríkissjöSs í stofnkostnaSi kirkjuhúsa“, og fylgdi því ítarleg greinargerð og skýringar. Eigi náði það Hylli þingsins þá, né heldur, er frumvarpið var borið fram á ný með nokkurum tilfæringum, 1946. Þar var í aðalatriðum gert ráð fyrir, að ríkissjöSur skuli greiSa kostnaS viS aS reisa og endur- byggja kirkjuhús þjóSkirkjunnar aS % hlutum. Eftir það lét ég af þingmennsku sakir brottflutnings af landinu til annarra starfa. Mun málið svo hafa legið í þagnargildi, þar til 2. þm. Árnesinga tók það upp að ráði biskups að sögn á þinginu 1952 —53 í annarri mynd og flutti frumvarp „um kirkjubyggingar- sjóð“, er ríkið skyldi leggja til ríflega fúlgu, sem af skyldi veitt vaxtalaust lán til langs tíma, til byggingar kirkna og endur- bóta á þeim. Eigi varð það frumvarp útrætt þá. En á þinginu 1953—54 (eftir kosningar) kom það aftur fram og náði þá samþykki sem lög. Og er þá nokkur bót á ráðin. — Sjálfsagt verða áfram á alþingi ýmsir góðviljaðir og réttsýnir menn, einnig að því, er þessi efni snertir, kirkjumálin; en ef farið er í nokkurs konar „manngreinarálit“, þá er svo ástatt nú t. d., að af lærðum mönmrni svonefndum eru engir prestar eða guð- fræðingar, sem eiga setu á alþingi (öðru vísi mér áður brá!), en aftur á móti tylft lögfræðinga, sem ekki er að lasta í sjálfu sér, þótt of mikið megi af öllu gera, ef jafnvægi nokkurt á að lialdast, svo sem æskilegt væri. En fulls skilnings á þessum mál- um, sem hér um ræðir, ætti slíkum mönnum sízt að vera vant, svo framt sem lærdómur í lögvísi á að veigamiklum hluta að stefna til þess að halda uppi þeirri þjóðfélagsbyggingu, sem réttar- ríki og siðríki nefnist. Og öllum fulltrúum á þingi úr héruðum landsins á að renna hér blóðið til skyldunnar, því að alls staðar getur orðið við sömu erfiðleika að striða í þessum efnum. Og hlutverk sitt sem þjóðþrifamenn munu allir þingfulltrúar, lærðir og leikir, vilja skilja og rækja, svo að starf þeirra mætti bera heillarika ávöxtu fyrir land og lýð. — Þó að þannig hafi nú verið ástatt, eins og rakið hefur verið, að engin viðunandi lagasetning hafi til verið um þetta grund- vallaratriði í sjálfsögðum framkvæmdum þjóðkirkju landsins,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.