Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 26

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 26
98 RÍKI OG KIRKJA eimbeiðin að fullum aðskilnaði rikis og kirkju. En hreyfingin steytti hvar- vetna við þeim steini, er reyndist hellubjarg, að ekki var nokkur leið að tryggja „frjálsum“ söfnuðum fjárhagsafkomu og fullt öryggi, meðan „ríkið“ hélt öllu því, sem það hafði hremmt og eigi vildi af hendi láta. Af þessum ástæðum —- þótt annað mælti með — fengu menn brátt í sig beyg, sem hindraði frekari átök í áttina til skilnaðarins. Það þótti vissast, sem í hendi var, þótt naumt þætti skammtað, — og mun trúlegast vart blása byr- legar nú á tímum fyrir slíka stefnu, með reyndar bættum kjör- um að sumu leyti og að öðru leyti vaxandi ókjörum f}TÍr sjálf- stæðar athafnir á þeim vettvangi. Og þó er ekki að vita! Síðasta atrennan í þessu efni hér á landi mun hafa verið gerð, er ég flutti á alþingi 1919 tillögu til þingsályktunar (þ. e. áskorun til stjórnarinnar) um „undirbrining skilnaðar ríkis og kirkju“, og voru meðflutningsmenn 10 aðrir neðrideildarþingmenn. Málið fór til kirkjunefndar deildarinnar, og var samið um það allræki- legt nefndarálit, sem meiri hluti nefndarinnar stóð að, og mun það vera greinarbezta ritsmíðin, þótt nokkuð einhæf sé, sem um það mál hefur birzt hér fyrr og síðar. Umræður urðu miklar um málið í báðum deildum þingsins; það náði að vísu samþykki í neðri deild, en var fellt í efri deild. Síðan hefur þessu ekki verið hreyft á löggjafarþingi þjóðarinnar, að ég ætla. Verður því yfir- leitt að ræða þessi mál hér hjá oss á grundvelli þjóðkirkjunnar, eins og nú standa sakir. Ákvæði stjórnarskrárinnar um kirkjuna eru, eins og ljóst má vera, bindandi á báða bóga. Það opinbera, ríkisvaldið, er bundið með þeim til viss framferðis gagnvart kirkjunni og athafna í hennar þágu, og kirkjan og hennar fólk er bundið við að hlíta því ástandi, meðan það gildir. En nú er þess að geta, að i viðbót við greind höfuðákvæði stjórnlaganna er skeytt svofelldu fyrir- mæli: „Breyta má þessu meS lögum“, þ. e. a. s. með einfaldn lagasetningu, án þess að við þurfi að hafa þær vandasamari að- ferðir, sem stjórnarskrárbreyting ella krefst, má ryðja þessu um koll. Þetta er síðari tíma innskot, sem ekki var upphaflega i stjórnarskránni. Og þessu geta menn unað bæði betur og verr, eftir því, hvernig menn vilja snúast við þessum ákvæðum, sem þannig geta verið tvíeggjuð, þótt sett hafi verið í lög til þess að fullnægja öllu réttlæti, og ekki síður til hins, að þjóna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.