Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 32
104
BRÆÐURNIR
EIMREIÐIN
Það var bæði þröngt og kalt herbergi, en þeim fannst það dá-
samlegt, og brátt gagntók starfið hug þeirra allan. Þegar að
nokkrum vikum liðnum sefaðist friðleysið, sem þeir voru haldnir,
og einu áhyggjurnar urðu bundnar við féleysið, sem þeir leituð-
ust við að bæta úr með því að fara til fólks og kenna. Síðan
hófu þeir að reisa ölturu sín og tendra fórnarelda sína.
Veggtjöldin voru grá og hvít. Á hverri voð allt í kring í her-
berginu var mynd af skipsstefni, þar sem hinn hjálmi prýddi París
faðmaði Helenu sína; en á einum stað voru dúkarnir þannig
samtengdir, að París kyssti annan Paris á hnakkann, og var með
fjóra fætur. Á miðju gólfinu stóð gamalt felliborð. Við annan
vænginn sat Fabian langt fram á nætur með bækur sínar og
pappír, en við hinn hálflá Eiríkur í ruggustól.
— Segðu mér nokkuð, Fabian bróðir, mælti Eiríkur kvöld eitt,
þegar hann hafði kveikt á lampanum og stjörnukort ljóshlífar-
innar, merkt með títuprjóni, geislaði í allri sinni dýrð. Hyggur
þú, að til sé óþekkt sál, sem nefna mætti alvitund? Þegar ég les
eitthvað, virðist mér jafnan sem ég viti fyrirfram nærri allt, sem
stendur í bókinni. Eiginlega þarf ég ekki að læra annað en ár-
tölin og nöfnin. Mjög sjaldan hugsa ég sem svo: þetta var þó
alveg nýtt. Hyggur þú ekki, að ég viti það, sem Propertius skrif-
aði, þó að ég hafi aldrei lesið það? Stundum þegar við eigum
varla einn ríkisdal til að kaupa fyrir miðdegisverð, virðist mér
sem ég auðveldast gæti aflað mér viðurværis, ef ég blátt áfram
settist niður og skrifaði alfræðibók um allt það, sem hefur gerzt
og verið hugsað í heiminum. En svo varpa ég þeim heilabrotum
á bug og spyr: Hvað væri unnið við að skrifa upp í tíuþúsundasta
skiptið það, sem vér fyrirfram vitum ... Hefur þér aldrei dottið
neitt svona lagað í hug?
— Nei, því miður. Ég hef nóg með að bera mína byrði, en í
stað þess að lesa situr þú allan daginn og horfir út um glugg-
ann, svo skellirðu saman bókinni og segist vita allt saman.
— Vel á minnzt. Hlýddu mér yfir! Það hefur þú áður gert,
Fabian bróðir. Hugsaðu þér, ef þekkingin, segjum fróðleikurinn,
gæti smám saman öld eftir öld orðið að meðfæddri vitneskju, með
öðrum orðum: að eðlishvöt, svo að loks barnið í vöggunni byggi
yfir jafnmikilli þekkingu og háskólakennarinn gerir nú ... segj-
um óskýrari, og í fyrstu blátt áfram sem óþroskað fræ. Ég hygg
það vissulega. Ég get ekki gefið aðra skýringu.