Eimreiðin - 01.04.1954, Page 34
106
BRÆÐURNIR
EIMREIÐIN
Eiríkur gerðist forvitinn, tyllti sér á tá og gægðist. Sá hann
þá, að hendi var hratt brugðið milli gluggans og rennitjaldsins,
gaf höndin nokkur merki, en henni síðan kippt jafnhratt til baka.
Fabian stóð kyrr og beið. Honum fannst tíminn vera lengi að
líða, og vorvindurinn þaut svo napurt, að hann varð að bretta
upp frakkakragann, en loks kom stúlka út úr húsinu, bar körfu
og fylgdist með honum eftir götunni. Þau hvorki tókust í hend-
ur né leiddust, og hún hafði enga hanzka.
Þegar þau voru horfin og komin út í sveit, gekk Eiríkur ör-
uggum skrefum að hliðinu, opnaði það og skellti því í lás á eftir
sér, svo að hrikti í, staurarnir hristust og kóngulærnar þutu með
írafári um döggvaða vefi sína í rjáfrinu. Þegar hann kom í þak-
herbergið, tók hann eftir því, að bróðir hans hafði verið lengur
á fótum en venjulega, því að tóbaksreykurinn fyllti allt herbergið
eins og þétt ský. Hann þóttist líka skynja, að Fabian hefði starf-
að alla nóttina, því að bækurnar lágu opnar, rúmið var óhreyft
og steinolían öll brunnin úr lampanum. Hann opnaði gluggann til
að fá ferskt loft.
— Stóri bróðir, sagði hann upphátt, fyrr hefði ég búizt við að
heyra steinana syngja en lifa þetta.
Hann reyndi að hlæja, en honum mistókst það algerlega.
Héðan af þurfti hann vissulega ekki að sitja og fletta blöðum og
hlýða á eggjunarorð, en gat gert það, sem hann óskaði helzt. Su
staðreynd fullnægði honum samt ekki. Miklu fremur olli ein-
manaleikinn honum þjáningu. Nú átti hann engan að, sem hann
gæti litið upp til með óblandinni virðingu. Ónotalega hafði hann
verið vakinn af sínum fegursta draumi. Úti var fuglasöngur og
fegurð; þaðan heyrðist mjólkurvagnaskrölt og annar hávaði,
beiningabörnin höfðu á boðstólum maríulykla, en hann sneri sér
frá glugganum.
Árdegis kom Fabian heim í tæka tíð, en Eiríkur beit á vörina,
þagði og beið þess að heyra fyrstu venjulegu brigzlyrðin. Nu
vissi hann þó, hverju hann ætti að svara, og hann þráði að tala
greinilega og lengi og heyra blæ myndugleikans í rödd sinni.
Fabian kom inn jafnhljótt og varlega og hann var vanur, en
virtist alls ekki hafa neina áminningu í huga. í stað þess kinkaði
hann vingjarnlega kolli, tróð í pípu sína, grúfði sig þegar yfir
bókina og hélt áfram að lesa sömu línu og hann nokkrum klukku-
stundum áður hafði gert merki við með nöglinni.