Eimreiðin - 01.04.1954, Page 36
108
BRÆÐURNIR
EIMREIÐIN
þeir voru klæddir, gengu þeir samsíða út af tröppunum. Fabian
var í þvílíku uppnámi, að hann hneppti að og frá sér frakkan-
um við annað hvert spor, og fyrst þegar þeir stóðu í opnu ak-
hliðinu, sagði hann:
— Þú veizt, að ég vil helzt vera einn.
— Ég ætla heldur ekki að verða þér lengur samferða, stóri
bróðir. Mér er nóg að ganga hér fram og aftur í hreina loftinu
og líta við og við ofan til árinnar, sem kvikar og ólgar.
— Gakktu þá líka alveg ofan að vatninu. Þar neðra er fagurt.
— Ég veit, að þar neðra er fagurt, en það mundi einungis trufla
mig. Ég vil aðeins rifja upp fyrir mér alvitundina. Hafðu ekki
áhyggjur út af mér.
Langan tíma stóð Fabian kyrr utan við hliðið, en þegar Eiríkur
fjarlægðist ekki, heldur reikaði fram og aftur, stakk Fabian hönd-
unum í vasana og gekk hægt burt, án þess að líta við.
Þegar hann loks var horfinn bak við fjærsta horníð, gekk
Eiríkur rösklega yfir götuna og sló í gluggann.
Hendi var stungið milli hans og rennitjaldsins alveg eins og
daginn fyrir, en hún hvarf jafnskjótt aftur.
Allt fram á þessa stund hafði Eiríkur látið meinfýsna reiði án
allrar yfirvegunar ráða gerðum sínum, nú fyrst fór hann að at-
huga, hvað hann eiginlega ætti að segja og aðhafast, ef sú, sem
átti höndina, kæmi fyrirvaralaust til hans út á auða götuna.
Hann fékk líka góðan tíma til þess að hugsa, en því lengra sem
leið þeim mun vandræðalegri varð hann og aðstaða hans, og
hann hafði þegar snúið sér við til þess að draga sig í hlé, þegar
hliðið opnaðist og stúlkan kom út. Hann þekkti hana samstundis
aftur. Hún hafði sömu körfu, en enga hanzka. Honum virtist hún
aðeins dálítið grennri og óþroskaðri, en sem hann veitti því at-
hygli, að kjóllinn hennar var reyndar svartur og mjög látlaus,
en snotur og viðfelldinn, gat hann ekki annað gert en lyfta
húfunni.
Hún staðnæmdist undrandi.
— Þetta er sjálfsagt bróðir herra Fabians!
— Mér þykir þetta leiðinlegt, ... en ég er að vísu bróðir herra
Fabians. Herra Fabian hefur orðið fyrir áfalli ... hér uppi.
Eiríkur drap hnúunum kæruleysislega á höfuð sér.
— Er hann veikur?
— Hann er orðinn dálítið ankringislegur.