Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 42

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 42
114 BRÆÐURNIR eimbeibin vagninum hjá gamalli steinhleðslu, sem var í lögun eins og skip með rúnastein fyrir siglutré. Þau settust á grassvörðinn fremst í stafni skipsins og tóku upp úr malnum. Auk annars höfðu þau portvínsflösku í körfunni, svo að þau gætu drukkið minni Fabians og verðandi brúðkaups. Umhverfis þaut og hvein í furuskóginum eins og á hafi, og Eiríki fannst sem stefnið rækist í öldurnar, svo að hann yrði að halda sér fast í steinriðið. — Nú er ég víkingur, sagði hann, og þegar stýrum við inn milli skerjanna. Finnurðu, að undir eins er hann hægari. Og nú siglum við inn hjá Almarboða. Sérðu, hvernig sefið ýtist til beggja skauta við skipið og hve nærri liggur, að við ströndum á ósléttri grynningunni? Og nú kalla ég til hermannanna, sem standa á ströndinni í hóp og skyggja á augun með skjöldunum: Þekkið þið mig ekki? Ég er Eiríkur hinn sterki, sem hefur verið í hernaði og rænt brúði frá bróður sínum. Hvenær heilsuðuð þið áður svo mikilhæfum vikingi? Og þó elska ég þessa brúði líka! María beygði sig yfir körfuna og leitaði að appelsínunum, en svo leit hún upp og kallaði til hermannanna: — Þessi mikilhæfi víkingur hefur lofað mig bróður sínum, og fremur en ganga á bak orða sinna, varpar hann sér fyrir borð. Eiríkur varð ákafur og rétti enn einu sinni upp höndina móti hermönnunum, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en svo lét hann hana síga, og yfir augun komu annarleg blæbrigði. — Hvað? spurði María. — Taktu hýðið af appelsínunum! anzaði hann. Húm vornæturinnar færðist þegar yfir, og Krónprins, sem var á beit aftan við skipið, krafsaði grasið og lét á sér skilja, að hann þreyttist bæði á að standa og ganga og fýsti að gera eitt- hvað af sér. Rúnasteinninn varp ekki lengur neinum skugga, vindinn kyrrði, og lækjarniður rauf þögnina. — Við verðum víst að hækka seglin, ef okkur á að verða auðið að komast alla leið, sagði Eiríkur og lét flöskuna ofan í körfuna og studdi Maríu, þegar hún steig upp í vagninn. Síðan hjálpaði hann henni að taka af sér ullarhattinn og hnýta vasaklútnum um höfuðið, svo að hún gæti hallað sér upp að honum og sofnað. Áliðið var, þegar þau náðu til Sigtúna. Faðir hans, sem var stygglyndur, hafði þegar gengið til hvílu, en móðir hans stóð fyrir dyrum úti í svörtum messufötum. Varkár og kvíðin um, að hún hefði ekki svo fögur orð á hraðbergi sem hún vildi, hneigði hún sig djúpt eins og fyrir tiginni hefðarmey. Jafnskjótt og hún

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.