Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 44
116 BRÆÐURNIR eimreibin skógarásinn. Vangar hans voru brúnir eins og leður og augun dökk, og í huga klifraði Eiríkur eins og nýjungagjarn drengur upp og ofan greinarnar á sínu eigin ættartré. Dyr hússins hafði gamli maðurinn skilið eftir opnar að baki sér, og Eiríkur sá langt inn í aðalstofuna, sem hann þekkti svo vel. Þetta var bónda heimili, en minnti þó á borg, og umhverfis sporöskjulagaða dívan- borðið stóðu ruggustólar með hekluðum dúkum á bakínu. María ætti að sjá þetta! hugsaði Eiríkur og barði í vegginn, en fékk ekki heldur í þetta skipti neitt svar. Þá náði hann sér í pappír og penna, lagðist á grúfu á gólfið og fór að skrifa Fabian bróður sínum bréf. Smám saman hófst hreyfing og skarkali umhverfis hann. Raddir heyrðust, og móðir hans fór út í ölhúsið og kveikti upp, svo að gnast og snarkaði. Loks vaknaði sjálf ungfrú María og klappaði saman lófunum af undrun, þegar hún kom út í aldingarðinn og tók eftir því, að hún var langt úti í sveit. En Eiríkur veitti þessu ekki athygli. heldur skrifaði út hverja örkina á fætur annarri, og svala, sem átti hreiður sólarmegin, hoppaði út að þakglugganum og leit undrandi á gestinn, sem skrifaði, því að hún hafði ímyndað sér, að hún ein ætti húsið. * Meira en mánuður leið, áður en svar kom frá Fabian, og það voru einungis fáar línur þess efnis, að hann leitaði sér stöðu og honum væri illt í augum. Maríu nefndi hann ekki á nafn. Eiríkur þorði ekki að sýna bréfið, heldur viðhafði ósannindi og staðhæfði, að það hefði að geyma bróðurlegan trúnað og al- úðarkveðjur til allra. Foreldrarnir höfðu nóg að sýsla, og þegar hjónaleysin ungu reikuðu um eða sátu með bók uppi við rústirnar, sagði fólkið alveg rólega: — Það er herra Eiríkur og heitmey hans. Varla neinn annar en hann sjálfur lét sér lengur detta í hug, að heit- mey sú væri ekki hans heldur annars manns. Hann talaði ekki við aðra en hana og hugsaði ekki um aðra en hana, og kæmi fyrir, að hún væri vant við látin inni, fannst honum tíminn vera lengi að líða. Haldinn óljósum ugg og kvíða- semi tók hann að telja dagana, sem eftir voru til haustsins. Einhverju sinni eftir margra stunda einveru sátu þau saman á rólufjöl niðri við vatnið. — María, sagði hann, ég er hræddur um, að stóri bróðir far1 að krefjast réttar síns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.