Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 45

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 45
eimreiðin BRÆÐURNIR 117 Hún horfði yfir vatnið og svaraði: — Að ekki skuli sjást eitt einasta segl á öllu þessu stóra vatni! — Heldurðu, að Fabian komi með bát og segl? •— Ég var ekki að hugsa um hann. — Ætlarðu ekki að skrifa honum? — Hann hefur aldrei skrifað mér. — Þannig er hann nú gerður. Væri ég ekki viss um, að þú yrðir eina konan í lífi hans, hvað sem öllu öðru líður ... Hefurðu tekið eftir því, að ég hef rauðan blett á fingrinum? — Það er fæðingarblettur. — Eða þá Kainsmerki. Manstu, þegar við sátum með nestis- körfuna okkar innan í gömlu steinhleðslunni við veginn? — Þá var ljómandi fagurt kvöld. — Á þvílíku kvöldi svíkja menn sínar leyndustu hugsanir. — Við lékum okkur þó, hélt ég. — Ef til vill, en hættulegur leikur var það. Svona er veröldin. — Nei, Eiríkur, nei! Veröldin er ekkert. Hún er það, sem Biennirnir gera úr henni, musteri eða ræningjabæli. — Hvað eigum við þá að gera úr okkar veröld, við tvö? Mér datt í hug að segja við þig dálítið, sem þér hlýtur að þykja mjög furðulegt. Það lætur í eyrum sem Dante hefði sagt það, en þó er það alls ekki neitt og gersamlega þýðingarlaust. Það hefur enga merkingu á neinni ákveðinni tungu. Það er aðeins röð af tónum, sem á þessari stundu óma í eyra mér og óskilgreinan- lega gefa til kynna sálarástand mitt: Saro la sonja Beatrice. Hún sneri upp á svuntuna milli handanna, strauk svo yfir hana með lófanum og lét hana falla kriplaða niður, eins og hún náði. Tárin komu fram í augu henni og drupu æ þyngri og fleiri. Loks tleygði hún sér niður á rólufjölina og grét viðstöðulaust, titraði af ekka og missti allt vald yfir sér. Hann var orðinn fölur og leit út á vatnið. Faðir hans kom með s°gina eftir kirsiberjastígnum og gekk fram hjá þeim, hafði allan hugann við verk sitt án þess að líta upp. Þá tók Eiríkur upp úr vasa sínum lítið, samanbrotið pappírs- blað og reif það hægt í snepla, sem hann fleygði út á vatnið. — Það var nýtt bréf frá Fabian. Ég fékk það fyrir skömmu. Ékki eitt orð um þig. Sama máli gegndi í fyrra skiptið, enda þótt ég fengi mig ekki til að segja allan sannleik. Hún settist upp og varð rólegri. ■— Hann er særður og ætlar að reyna mig. Látum hann gera það. Ég get beðið. Hann er í föðurætt kominn út af gömlum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.