Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 45

Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 45
eimreiðin BRÆÐURNIR 117 Hún horfði yfir vatnið og svaraði: — Að ekki skuli sjást eitt einasta segl á öllu þessu stóra vatni! — Heldurðu, að Fabian komi með bát og segl? •— Ég var ekki að hugsa um hann. — Ætlarðu ekki að skrifa honum? — Hann hefur aldrei skrifað mér. — Þannig er hann nú gerður. Væri ég ekki viss um, að þú yrðir eina konan í lífi hans, hvað sem öllu öðru líður ... Hefurðu tekið eftir því, að ég hef rauðan blett á fingrinum? — Það er fæðingarblettur. — Eða þá Kainsmerki. Manstu, þegar við sátum með nestis- körfuna okkar innan í gömlu steinhleðslunni við veginn? — Þá var ljómandi fagurt kvöld. — Á þvílíku kvöldi svíkja menn sínar leyndustu hugsanir. — Við lékum okkur þó, hélt ég. — Ef til vill, en hættulegur leikur var það. Svona er veröldin. — Nei, Eiríkur, nei! Veröldin er ekkert. Hún er það, sem Biennirnir gera úr henni, musteri eða ræningjabæli. — Hvað eigum við þá að gera úr okkar veröld, við tvö? Mér datt í hug að segja við þig dálítið, sem þér hlýtur að þykja mjög furðulegt. Það lætur í eyrum sem Dante hefði sagt það, en þó er það alls ekki neitt og gersamlega þýðingarlaust. Það hefur enga merkingu á neinni ákveðinni tungu. Það er aðeins röð af tónum, sem á þessari stundu óma í eyra mér og óskilgreinan- lega gefa til kynna sálarástand mitt: Saro la sonja Beatrice. Hún sneri upp á svuntuna milli handanna, strauk svo yfir hana með lófanum og lét hana falla kriplaða niður, eins og hún náði. Tárin komu fram í augu henni og drupu æ þyngri og fleiri. Loks tleygði hún sér niður á rólufjölina og grét viðstöðulaust, titraði af ekka og missti allt vald yfir sér. Hann var orðinn fölur og leit út á vatnið. Faðir hans kom með s°gina eftir kirsiberjastígnum og gekk fram hjá þeim, hafði allan hugann við verk sitt án þess að líta upp. Þá tók Eiríkur upp úr vasa sínum lítið, samanbrotið pappírs- blað og reif það hægt í snepla, sem hann fleygði út á vatnið. — Það var nýtt bréf frá Fabian. Ég fékk það fyrir skömmu. Ékki eitt orð um þig. Sama máli gegndi í fyrra skiptið, enda þótt ég fengi mig ekki til að segja allan sannleik. Hún settist upp og varð rólegri. ■— Hann er særður og ætlar að reyna mig. Látum hann gera það. Ég get beðið. Hann er í föðurætt kominn út af gömlum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.