Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 46

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 46
118 BRÆÐURNIR EIMREXÐIN Sigtúnabúa, sem settist við rústir þeirrar brunnu borgar og vildi ekki yfirgefa þær. Aðrir létu sín dýrustu djásn í skrín og fleygðu því í vatnið, og seinna reru þeir á hundruðum báta til að sjá, hvar skrínið ræki og hvar þeir ættu að reisa nýja og enn þá auð- ugri borg. En fullur þverúðar og þrjózku sat hann kyrr á bruna- rústunum, ákveðinn í að lifa heldur á handafla sínum en yfirgefa það, sem hann átti. — Svo er það líka betra, María ... En ert þú ánægð með að bíða? Hún svaraði ákveðinni rödd: — Já. — Þá áttu líka að bíða, þó að biðin verði löng. — Það ætla ég ... Og hamingja okkar beggja mun tvöfaldast, eftir að við höfum lokið því, sem okkur lá á hjarta að segja. En ég verð að fara upp í stofu, svo að enginn sjái mig svona grát- bólgna. Hún reis á fætur, en þegar hún var farin, féll hann saman, eins og sofandi væri. Við matborðið gerði hann enn þá meira að gamni sínu en venjulega, en þegar náttaði, laumaðist hann út úr verkfæraskúrn- um og fór á göngu. Hann rispaði hendur sínar á stöngulþyrnun- um og tróð niður rósarunnana, svo að vesalings sundurtroðnu blöðin lágu eins og blóðdropar í sporum hans. — Þegar menn fara eftir tilfinningum sínum, sagði hann, Þa láta þeir löngun sína ráða, duttlunga sína. Það er ekki merkilegra en að bretta upp kraganum, þegar mönnum er kalt, eða taka fallega eplið fram yfir það skorpna. Dag nokkum veitir þú þvl athygli, að granninn hefur dýrlegt leðurveski í vasanum, en sjálf- ur hefurðu ekkert. Þá leggur þú handlegginn yfir öxlina á grann- anum og horfir vingjamlega djúpt í augu honum, og á meðan smeygirðu hendinni í vasa hans. Svo hleypur þú þína leið naeð veskið og hrópar: Nú er ástin mikla komin! Svo gerir þú þer glaðan dag, unz veskið er tæmt, og þá skiptirðu varlega á því og nýju veski ... Atvikast það svona í aldingarði ástarinnar ... Tvær verur mætast og fá allt í einu sting gegnum hjartað, og haldi þau aðeins áfram, gleyma þau hvort öðm jafnskjótt, og fá nýjan sting. Þetta gerist daglega í samsætum og á götum og torgum. En svo vill það líka til, að þessi tvö halda ekki lengur áfram, heldur staðnæmast og kasta sér fram af hengiflugi í leik, og a hvínandi hrapinu æpa þau um böl sitt og ómaklegu forlög • • • Ónei, ástin kemur aldrei að ófyrirsynju! Hún gengur hægt um

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.