Eimreiðin - 01.04.1954, Page 49
EIMREIÐIN
BRÆÐURNIR
121
þau geymd, muldraði hann. En þegar hann fór að rannsaka og
meta hin ranglega fengnu verðmæti, sá hann, að þau voru ekkert
snnað en þunna blæjan, sem honum hafði birzt í draumi, og hann
tét hana aftur breiðast út og sveif á henni í loftinu, unz hann steig
Riður í aldingarðinn, þar sem María dvaldist.
Á hverjum morgni reis hann úr rekkju góðri stund fyrr en
hún, svo að hann gæti mætt henni á stígnum milli stikilsberja-
tunnanna og kysst hönd hennar, og hvert kvöld var hjá rúmi henn-
ar glerdiskur með nokkrum af þeim ávöxtum, sem hann vissi,
hún kaus sér framar öðrum. Brátt svaraði þó ekki kostnaði
að tína eplin, því að septembervindurinn hristi svo mikið af ávöxt-
Um yfir götur og grasflatir, að safna varð þeim í körfur og sáld,
°g þeir fylltu loks öll rimlagólf, syllur og glugga. Þá lyfti Eiríkur
Ungfrú Maríu öðru sinni upp í léttivagninn, og sömu leiðina, sem
Þau höfðu komið maínóttina, óku þau nú aftur á burt.
*
Síðan vildi það til hvert vor, að úrsmiðurinn, sem bjó í yzta
húsinu við Uppsalaveg, leit upp frá vinnu sinni einn fagran dag,
er hann heyrði hjólaskrölt, en rólega dró hann í hvert skipti
skyggnið fyrir augun og sagði við sveininn:
'— Þú gægist ... Þetta er enginn annar en herra Eiríkur, sem
kemur með heitmeyna.
Hún var orðin magrari í andliti, og vor eitt sást af sorgar-
búningi hennar, að móðirin væri dáin. í það skiptið sat hún ein
1 vagninum, en utan við hús föðurins stóð Eiríkur og beið með
hféf í hendi.
Það er frá stóra bróður! sagði hann. Á þessa leið er það í
fám orðum: Mér er enn illt í augunum, en ég hef nú fengið stoð-
Una, sem ég sótti um, og Fabian bróðir þinn mun bráðum heim-
sækja ykkur.
Hún var staðin upp í vagninum og hélt á veskjum sínum og
°skjum í höndunum.
Er bréfið ekki lengra?
Neðst á blaðinu er stuttur viðbætir.
' Er það kveðja?
~~ Ekki fremur en áður.
Hann leit fast á hana til að rannsaka, hverjar tilfinningar
hserðust í brjósti hennar.
— Viltu, að ég lesi viðbætinn upphátt? Taktu nú vel eftir.
^annig er hann: Nú getur ungfrú María sjálf tekið ákvörðun.