Eimreiðin - 01.04.1954, Side 51
EIMREIÐIN
BRÆÐURNIR
123
ÍRgu. Konan mín ósýnilega verður aldrei gömul, og hjónaband
okkar er það gæfusamasta, sem átt hefur sér stað. Stundum
þegar við sitjum saman við lampann, nefni ég nafn hennar og hef
yfir vísurnar, sem ég orti til hennar í æsku. Og þegar mitt enda-
dægur einhverju sinni kemur, hlýtur hún að setjast við rúmið
mitt, jafnljúf og hljóðlát sem ævinlega.
Þegar hann talaði á þennan hátt, var sú venja ríkjandi, að gest-
irnir risu úr sætum sínum og hneigðu sig fyrir auða stólnum.
Loks varð hann svo gamall og beygður af sinadrætti, að hann
varð að styðjast við staf, og æ sjaldnar fór hann í samsæti eða
bauð nokkrum heim til sín. Hann gleymdi fomvinum sínum, og
þeir gleymdu honum. Þá vaknaði hjá honum ómótstæðileg löngun
til að sjá enn einu sinni borgina, er hann sem fátækur stúdent
hafði ferðazt til undir sömu kápu og bróðir hans.
Það var sólheitur sunnudagur í maí, og þegar hann gekk inn í
dómkirkjuna, var leikið á pípuorgelið. Fólkið kom og fór, og
hann settist framan við legsteininn, þar sem hann hafði átt hina
beizku viðræðu við Fabian. Hann leit í huga hinar tvær fátæklegu,
þröngu stofur, þar sem bróðir hans og María höfðu loks búið sér
heimili, og þrátt fyrir vöntun á veraldargæðum, búið saman til
dauðadags og öðlazt hamingju, sem enginn lævís afbrotamaður
hafði spillt.
— Mikið verður mér fyrirgefið, sagði hann, vegna þeirrar
einu breytni, að ég gerðist ekki hinn lævísi afbrotamaður.
Honum fannst, að myndirnar á grafhellunni væru af bróður sín-
um og Maríu, hjónum, sem verið höfðu samhent og sváfu undir
sama þaki þar til á dómsdegi. Fyrir sjónum hans fór að grænka
umhverfis steininn, og þar reis laufskáli með skuggum og sól
skini og fuglasöng.
Þóroddur Guðmundsson þyddi.
*
Reimleikar.
Skapiö þyngja, skeröa ró
skuggans fyrirbæri.
Glotta viö úr gætt og kró
glötuö tœkifœri.
Jón Jónsson Skagfiröingur.