Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 53

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 53
EIMREIBIN ÞRJtJ KVÆÐI 125 Iíún bendir þér frá bröttum tindum fjalla í bláloft heið. Lát frelsi og svigrúm hinna víðu valla þér vísa leið. Og ekki ei‘ létt að rækta með sér reiði og reigingsbrag við lóukvak og „svanasöng á lieiði“ um sólarlag! Já, láttu þetta land þér guðspjöll þylja og leysa trú, — er kalli á þitt lijarta, vit og vilja. — Hvort vakir þú? Hér áttu þinar hrundu himinborgir og hjartans vor. Hér lágu bæði í gegnum gleði og sorgir þín gæfuspor. Hér á þín sál, þótt vötn og véllir frjósi, að vera heit. Hér áttu að rœkta og vigja lífi og Ijósi þinn litla reit. Hér áttu margan leyndardóm að læra um líf og hel. Hér áttu að brýna víljann, vit þitt næra og viðkvæmt þel við hátign jökla, heiðavatnið bjarta og hraun og sand. Og geym svo vel í huga þér og hjarta þitt helga land!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.