Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 53

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 53
EIMREIBIN ÞRJtJ KVÆÐI 125 Iíún bendir þér frá bröttum tindum fjalla í bláloft heið. Lát frelsi og svigrúm hinna víðu valla þér vísa leið. Og ekki ei‘ létt að rækta með sér reiði og reigingsbrag við lóukvak og „svanasöng á lieiði“ um sólarlag! Já, láttu þetta land þér guðspjöll þylja og leysa trú, — er kalli á þitt lijarta, vit og vilja. — Hvort vakir þú? Hér áttu þinar hrundu himinborgir og hjartans vor. Hér lágu bæði í gegnum gleði og sorgir þín gæfuspor. Hér á þín sál, þótt vötn og véllir frjósi, að vera heit. Hér áttu að rœkta og vigja lífi og Ijósi þinn litla reit. Hér áttu margan leyndardóm að læra um líf og hel. Hér áttu að brýna víljann, vit þitt næra og viðkvæmt þel við hátign jökla, heiðavatnið bjarta og hraun og sand. Og geym svo vel í huga þér og hjarta þitt helga land!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.