Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 54
126
ÞRJÚ KVÆÐI
eimheiðin
MINNI TILVERUNNAR.
1 bernsku og æsku fannst mér flest
til fagnaðar vera og þrifa.
Samt var eitt, sem var undrið mest, —
einmitt þetta — að lifa.
Og auðvitað varð ég brekábarn,
sem bergði á ýmsum lindum.
Og svo var drengurinn draumagjarn,
að hann dreymdi sig burt frá syndum!
Ég fylgdi engum. Ég fór minn veg,
en fljótt varð ég gleðinnar sonur,
og tizku góða það taldi ég,
að til skyldu vera — konur.
Ég elskaði vor og vetrarmjöll
og vildi hvorugu týna,
og svo voru hraun og fcdleg fjöll,
sem fjötruðu hugsun mína.
Svo liðu dagar, svo liðu ár,
og lönd ég þekkti og borgir,
þar sem æxluðust eymd og fár
og undarlegustu sorgir.
Og seinna féll yfir lif mitt Ijós,
sem lýsti að hæstu tindum
og sýndi, að fært er ei dreng né drós
að dreyma sig burt frá syndum.
En þó að oss verði margt til meins
og miska, er hækkar aldur,
að vera til — það er aZltaf eins —
hinn undrunarverði gcddur.
Og þó að mörgum sé lífið leitt
og lýðir á sliku klifi, —
að allt saman verði ekki neitt,
vill enginn. — Tilveran lifi!