Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 62
134
ARABISKAR BÓKMENNTIR
eimreiðin
þeirra, sem verulega kveður að, var Ahmad Shawqi (1868—1932),
sem einnig var ljóðskáld. Khalil Matran, sem áður er nefndur,
gerðist og forgöngumaður í leiklistarmálum Araba og þýddi
meðal annars leikrit Shakespeares, Othello, Kaupmanninn frá Fen-
eyjum og Hamlet, á arabiska tungu.
í Irak hefur skáldið Jamil al-Zahawi vakið mikla eftirtekt fyrir
spámannlega andagift og beiska ádeilu í ljóðum sínum, sem hann
kryddar kaldhæðni og kímni. Hann minnir í mörgu á persneska
skáldið Ómar Kháyám, sem uppi var fyrir meir en 800 árum og
kunnugt er hér á landi fyrir kvæðið Ferhendur Tjaldarans. Eitt
kunnasta kvæði Jamils er kvæðabálkurinn Uppreisn í Víti, 430
erindi, þar sem skáldið ferðast eftir dauðann um undirheima,
eins og Dante í Divina Commedia, en einnig um heimkynni himna-
ríkis og lýsir öllu, sem fyrir sjónir ber. Lýsing hans á himnaríki
er í samræmi við kenningar Kóransins: unaðslegir sælubústaðir,
þar sem notið er allra lystisemda með yngismeyjum (huris)
Paradísar, en í Víti hafast einkum við fræðimenn, skáld og heim-
spekingar, sem hafnað hafa trúnni á ódauðleikann, meðan þeir
voru hér á jörð, og hljóta þar með verðskulduð laun fyrir van-
trú sína og aðrar syndir. Einn þessara gáfnagarpa finnur upp
tæki til að slökkva elda Helvítis og undirbýr uppreisn gegn hús-
bóndanum. Allt kemst í uppnám, og illþýðið er að því komið að
leggja á rás út úr kvalastaðnum, þegar hin himnesku máttarvöld
grípa fram í og koma aftur skipulagi á ástandið.
Annað nafnfrægt skáld í Irak var Al-Rusafi (1875—1945), sem
átti mikinn þátt í frelsisbaráttu Iraks-búa, barðist gegn yfirráð-
um Breta þar í landi og varð einn af fulltrúum þjóðþings Iraks
eftir að landið varð fullvalda ríki.
Þriðja merkasta skáld Iraks er Muhammed Rida al-Shabibi (f-
1890), sem varð menntamálaráðherra í stjóm landsins árið 1924.
Ljóð hans eru flest trúarlegs eðlis, og í þeim gætir mikillar til-
beiðslu og bjartsýni á framtíðina, þó að mjög gæti hjá honum
örlagatrúar, eins og hjá flestum Aröbum. í merkri ritgerð, sem
hann hefur samið um ímyndaða yfirburði Vesturlandabúa, kemst
hann þannig að orði: „Vér lifum á öld efans, eins og sumir
Vesturlandabúar segja. Það er rétt að því leyti, að vér Austur-
landamenn efumst mjög um gildi þeirrar menningar, sem vest-
rænar þjóðir vilja að vér tileinkum oss. Djúpstæð fyrirlitning
fyrir Austurlöndum og krafan um afneitun vorra eigin menn-
ingarverðmæta er áberandi einkenni þessarar aðfluttu menningar.
Það væri því engin furða, þó að æskumenn Austurlanda misstu