Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 62
134 ARABISKAR BÓKMENNTIR eimreiðin þeirra, sem verulega kveður að, var Ahmad Shawqi (1868—1932), sem einnig var ljóðskáld. Khalil Matran, sem áður er nefndur, gerðist og forgöngumaður í leiklistarmálum Araba og þýddi meðal annars leikrit Shakespeares, Othello, Kaupmanninn frá Fen- eyjum og Hamlet, á arabiska tungu. í Irak hefur skáldið Jamil al-Zahawi vakið mikla eftirtekt fyrir spámannlega andagift og beiska ádeilu í ljóðum sínum, sem hann kryddar kaldhæðni og kímni. Hann minnir í mörgu á persneska skáldið Ómar Kháyám, sem uppi var fyrir meir en 800 árum og kunnugt er hér á landi fyrir kvæðið Ferhendur Tjaldarans. Eitt kunnasta kvæði Jamils er kvæðabálkurinn Uppreisn í Víti, 430 erindi, þar sem skáldið ferðast eftir dauðann um undirheima, eins og Dante í Divina Commedia, en einnig um heimkynni himna- ríkis og lýsir öllu, sem fyrir sjónir ber. Lýsing hans á himnaríki er í samræmi við kenningar Kóransins: unaðslegir sælubústaðir, þar sem notið er allra lystisemda með yngismeyjum (huris) Paradísar, en í Víti hafast einkum við fræðimenn, skáld og heim- spekingar, sem hafnað hafa trúnni á ódauðleikann, meðan þeir voru hér á jörð, og hljóta þar með verðskulduð laun fyrir van- trú sína og aðrar syndir. Einn þessara gáfnagarpa finnur upp tæki til að slökkva elda Helvítis og undirbýr uppreisn gegn hús- bóndanum. Allt kemst í uppnám, og illþýðið er að því komið að leggja á rás út úr kvalastaðnum, þegar hin himnesku máttarvöld grípa fram í og koma aftur skipulagi á ástandið. Annað nafnfrægt skáld í Irak var Al-Rusafi (1875—1945), sem átti mikinn þátt í frelsisbaráttu Iraks-búa, barðist gegn yfirráð- um Breta þar í landi og varð einn af fulltrúum þjóðþings Iraks eftir að landið varð fullvalda ríki. Þriðja merkasta skáld Iraks er Muhammed Rida al-Shabibi (f- 1890), sem varð menntamálaráðherra í stjóm landsins árið 1924. Ljóð hans eru flest trúarlegs eðlis, og í þeim gætir mikillar til- beiðslu og bjartsýni á framtíðina, þó að mjög gæti hjá honum örlagatrúar, eins og hjá flestum Aröbum. í merkri ritgerð, sem hann hefur samið um ímyndaða yfirburði Vesturlandabúa, kemst hann þannig að orði: „Vér lifum á öld efans, eins og sumir Vesturlandabúar segja. Það er rétt að því leyti, að vér Austur- landamenn efumst mjög um gildi þeirrar menningar, sem vest- rænar þjóðir vilja að vér tileinkum oss. Djúpstæð fyrirlitning fyrir Austurlöndum og krafan um afneitun vorra eigin menn- ingarverðmæta er áberandi einkenni þessarar aðfluttu menningar. Það væri því engin furða, þó að æskumenn Austurlanda misstu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.