Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 72
144
NORN
eimreiðiN
Kurino var stúlka, sem átti auðvelt með að reka alla heilbrigða
skynsemi á dyr í þessu efni sem öðrum og sniðganga allar höml-
ur, sem skyldurækni, siðgæði og skírlífi leggja á menn. Hún
leit á hjónaband sitt sem tæki til að hefna sín á rússneska sam-
veldinu! Hún sá ekkert athugavert eða heimskulegt við þetta
sjónarmið.
Því miður var ég of veikur fyrir til þess að hirta hana fyrir
heimskuna og hviklyndið. Heillaður af sætleik eitraðra loforða
hennar og hátíðlegra yfirlýsinga lét ég mér sæma að gerast þessa
nótt níðingur, þess albúinn að bíða í eftirvæntingu eftir því, að
Masa Kurino skildi við Kiyama. Hinar sífelldu endurtekningar
hennar, „það ert þú, sem ég elska“, veittu mér nýja von. Ég
þurfti ekki annað en bíða. Hún mundi áreiðanlega koma til mín
aftur.
En þegar frá leið, breyttist þessi von mín í örvæntingu. Masa
Kurino var sífellt í huga mér, og öll þessi umhugsun svipti mig
sjálfvirðingu, öryggi og sjálfsstjórn. Ég lá heila dagana út og
hugsaði um það eitt, hvað ég ætti að gera við minn slitna og
auðvirðilega skrokk. Ég ákvað, að ég skyldi aldrei hitta stúlkuna
aftur. Hún mundi gera út af við mig. Jafnvel þó að hún kæmi til
mín aftur, gerði ég alls ekki ráð fyrir, að ég mætti treysta henni.
Hún mundi áreiðanlega einhvern góðan veðurdag renna út úr
höndunum á mér eins og fljótandi vökvi.
Svo var það dag nokkurn, að Masa Kurino kom óvænt inn til
mín. Var hún komin til að færa mér gleði eða til að tortíma mér?
Hún var í grárri vorkápu og með vönd úr bleikrauðum blómum
í fanginu. Hún hafði rýrnað mjög um herðarnar, og hún var með
dökka bauga undir augunum.
„Hvað gengur að þér?“ sagði ég. „Þú ert orðin svo horuð.“
„Það gengur ekkert að mér,“ svaraði Masa í sínum venjulega
gæluróm.
„En þú lítur út fyrir að vera veik.“
„Ég er ekki veik. Ég er ófrísk.“
„Já, einmitt það. Til hamingju!"
„Það er svo sem engin ástæða til að vera að óska mér sérstak-
lega til hamingju með það.“
„Jæja, gott og vel----------, en hvenær ætlarðu að skilja við
Kiyama?“
„Ég býst alls ekki við að skilja við hann,“ sagði Masa og sneri
upp á sig. „Þú veizt, að Kiyama elskar mig. Hann segist elska
mig alveg óstjórnlega. Þegar ég bryddi upp á því héma um daginn’