Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 73

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 73
Eimreiðin NORN 145 að ég væri að hugsa um að skilja við hann, greip hann um háls 01 ér 0g sagðist heldur skyldi kyrkja mig en sleppa mér. Ég vil ekki láta kyrkja mig. Svo hvað get ég gert?“ Nú skildi ég, að ég hafði látið blekkjast. Masa vildi alls ekki skilja við Kiyama. Og svo leyfði hún sér að koma til mín, inn í herbergi mitt, til þess að trufla mig og reita til reiði. Henni virtist nautn að þessum grimmdarlega leik. Örvæntingin mun bjarga mér, hugsaði ég. Alveg eins og eiturætan tekur út óstjómlegar kvalir áður en hún nær í eitrið og á sér einskis bata von fyrr en eitrið er alveg frá henni tekið, þannig mundi ég aldrei komast til sjálfs mín aftur nema með því að missa stúlkuna fyrir fullt og allt og nta hana aldrei augum framar. ..Gott og vel,“ sagði ég, „þú getur verið róleg mín vegna. Ég afsala mér öllu tilkalli til þín. Nú skalt þú verða góð móðir, Masa, °8 eyða því sem eftir er ævinnar í friðsælu hjónabandi með Niyama.“ ..Nei, hættu nú! Ég ætla mér aldrei að verða móðir,“ sagði hún °g brosti. „Á morgun ætla ég að leggjast inn á spítalann og hggja þar í viku, meðan verið er að koma öllu í samt lag aftur. ^egar Masa Kurino fór frá mér, hafði ég ákveðið að segja skilig við hana fyrir fullt og allt. Lengur skyldi ég ekki láta hennar Ijúfu rödd, reikula geð og tælandi, mjúka líkama kvelja ár mér lífið. Ég varð smám saman aftur hress og þróttmikill °g tók að leita mér atvinnu meðal gamalla vina minna, fékk starf hjá verksala einum, og vann frá morgni til kvölds við að gera uPpdrátt að stórri íbúðabyggingu. Tokyo var nú að rísa úr rúst- unum, og árlega óx íbúatala borgarinnar um fjögur hundruð og firnmtíu þúsund manns. Hús og lóðir skorti tilfinnanlega. Það varð að byggja mörg stórhýsi með fjölda íbúða, vegna hins sí- aukna fólksfjölda í borginni. Sumarið leið, og það var komið fram á haust. Ég hélt áfram að vinna af kappi að byggingaáætlunum og hugsaði ekki um annað. Ég hafði loksins endurheimt frelsi mitt. Masa Kurino kom mér ekki í hug. Ég vissi ekkert, hvað hún gerði eða hvar hún hélt sig. Ég lifði nytsömu og staðföstu lífi og lét mig dreyma um a® kvænast innan skamms góðri stúlku og koma okkur upp litlu °S snotru húsi. En svo var það dag einn, að hringt var til mín á skrifstofuna. hegar ég heyrði röddina í símanum, fékk ég hjartslátt. Það var rödd púka, sem talaði. Shakespeare segir, að þegar púki ætli að draga einhvem á tálar, þá birtist hann í Ijóssengils líki. Og í 10

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.