Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 81
EIMItEIÐIN
LEIKLISTIN
153
verða því um megn og leiða til
vofveiflegra verka, Lárus Páls-
Son> hinn aldni skipbrotsmaður,
h^eð kýmninnar neista í orði og
®ði> einnig þegar mest syrtir í
álinn, og Indriði Waage í hlut-
verki læknisins, Rellings, þessa
breyzka bróður og mannvinar,
með trúna á blekkinguna sem
hezta læknisráðið í öfugsnúinni
°g illri veröld, allt eru þetta
sníallar persónumótanir, hver á
sinn hátt, og eiga athygli áhorf-
enda — og samúð — frá upp-
hafi að leikslokum.
Það má vel vera, að leikritið
>>Villiöndin“ verði ekki langlíft
«1 sýninga í Þjóðleikhúsinu, þó
að hún hafi að vísu þegar verið
leikin nokkrum sinnum fyrir
fullu húsi, íslenzkum leikhúss-
gestum til verðugs hróss. Ef til
vill er leikurinn of djúphugsað
og torskilið listaverk til þess að
vænta megi aðsóknar að því á
borð við aðsóknina að „Pilti og
stúlku" eða „Frænku Charleys",
svo að nefnd séu tvö vinsæl leik-
rit, sýnd hér á liðnum vetri. En
þess er þá líka að gæta, að með
því að taka leikrit eins og „Villi-
öndina“ til sýningar, hefur Þjóð-
leikhúsið sett markið hátt, sýnt,
að það skilur hlutverk sitt og
hefur reynzt því vaxið að túlka
eitt hinna tilkomumestu og
snjöllustu rita, sem leikbók-
menntirnar hafa á boðstólum.
hhtouche, óperetta eftir F. Hervé o. fl. við texta eftir Henry Milhac
og Albert Millard.
Svo sem til þess að ekki hall-
lst á um tragediu og komedíu
a sviði Þjóðleikhússins, fremur
®n á sviði sjálfs mannlífsins,
hafur það nú sviðsett, í kjölfar
hiris örlagaþrungna harmleiks
bsens, eina svellandi óperettu,
aður sýnda hér fyrir meir en
aratug^ en nij j fyrsta sinn á
jölum Þjóðleikhússins, með
°hum tilheyrandi tækniráðum,
® .autlegum leiktjöldum og
uningum, að ógleymdum til-
eyrandi tónsmíðum, söngvum
°g dönzum, — þar á meðal „can-
°an“-faldafeyki — allt að því á
orð við framleiðslu Folies-
°engere eða Sadler’s Wells!
etta er létt og f jörug listasmíð,
ekki tiltakanlega djúpsær skáld-
s apur, en þó er þráðurinn eng-
inn bláþráður, og ósvikið skop
um hræsni og hrösun breyzkra
mannanna barna kryddar alla
söguna, sem gerist í tveim svo
andstæðum vistarverum sem
nunnuklaustri og leikhúsi, en
einnig í einum herskálagarði
hins göfuga franska hers. Tón-
listin í leiknum er að vísu ekki
sérstaklega hrífandi, en létt og
skemmtileg og kemur áheyrend-
um í gott lag.
Þau Lárus Pálsson og Sigrún
Magnúsdóttir áttu mestan og
beztan þáttinn í að auka á gleð-
ina , enda léku þau aðalhlut-
verkin, Lárus söngkennarann
Celestin og Sigrún námsmeyna
Denise. Framsagnargáfa þeirra
og kímni í látbragði naut sín
þarna ágætlega.
Sv. S.