Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 86
158
RITSJÁ
eimheiðiN
sendur séu fyrir hendi eða nægileg
grein gerð fyrir. En bókin er lipurt
skrifuð, og margar sögurnar eru góð-
ar, sumar ágætar t. d. Annexia, Fyr-
irgefning, Handan við angan vorsins
og Manséttuhnappar. Fleiri sögur eru
dágóðar, en aðrar fremur lítils virði.
Höfundur hefur allan hugann við
það í lífinu, sem aflaga fer og öfugt
gengur, en það út af fyrir sig er
auðvitað ærið efni að fjalla um. Ef
einhver glæta sést, reynist hún blekk-
ing. Hornrekur lífsins eru uppáhald
höfundar að fást við og skrifa um.
Af þessu verður bókin einhæf, eins
og einn óslitinn tónn, með dálítið
óljósu undirspili, sem við og við verð-
ur þó eftirtektarvert. Þegar á allt er
litið, eru smásögur þessar þó með
því betra af því tagi, sem út hefur
komið á siðari árum. Aðeins virðist
höfund vanta nægilega frjálslegt yfir-
lit, nægilega djúptækan og víðfeðm-
an skilning á öllum hliðum mann-
lífsins. Eg er hræddur um, að hann
kunni að vera of mjög bundinn ein-
hverri lífsskoðun, sem hann þyrfti að
losna við, til þess að verða mikill
rithöfundur. Því auðfundið er, að
efniviður er góður í honum.
Þ. J.
Pearl S. Buck: BARNIÐ, SEM
ÞROSKAÐIST ALDREI. Rvík
1954 (HlaSbúS).
Hin djúpvitra, skapmikla og við-
kvæma Nobelsverðlauna-skáldkona
Pearl S. Buck lýsir í þessari litlu bók
sálarstriði og baráttu sinni út af
þeim þungu örlögum, að einkabarn
hennar, stúlka, varð fáviti, náði aldrei
meiri þroska andlegum en fjögurra
ára barn. Þar varð ekki um þokað,
þrátt fyrir allar tilraunir, litla stúlk-
an fékk aldrei meira vit, en með
góðu og réttu uppeldi og umhyggl11
á hæli varð það þó að lokum hugg'
un móðurinni, að barnsvit stúlkunn-
ar sýndi gott upplag og hæfileika, ef
loku hefði ekki verið skotið fyrir
þroska svo snemma á ævinni.
Þetta er átakanleg frásögn örviln-
aðrar móður, mjög hreinskilin °8
opinská, rituð af mikilli list og na-
kvæmni. Opnar hin mikla skáldkona
hjarta sitt, enda auðvitað að svo
mundi verða, fyrst hún fór á annað
borð að skrifa um þetta viðkvænia
efni. Margir eiga um sárt að binda
af mörgum ástæðum, en liklega er
það með þyngstu áföllum foreldra að
uppgötva, að böm þeirra verði fávit-
ar og að engin von sé um, að úr þvi
rætist, en að þessir vesalings óvitar
geti samt lifað langa ævi.
Pearl Buck skrifar bók þessa i þeim
tilgangi að segja öðrum foreldrum
frá reynslu sinni, svo og til þess að
hvetja rikisstjórnir og einstaklinga til
þess, að visindaleg rannsókn fari fram
um ástæður fyrir því, að börn hætta
að þroskast og til þess, að hugsanleg1
sé, að úr þessu verði bætt.
Þeir séra Jón Auðuns, Matthias
Jónasson og Símon Jóh. Ágústsson
hafa þýtt bókina, sem er 78 bls. 1
litlu broti. Bókin er gefin út af Barna-
verndarfélagi Reykjavíkur, og ágóði
sá, er af útgáfunni verður, rennui
óskiptur til Skálatúnsheimilisins, sem
er hæli handa andlega vanþroska
börnum. — Þýðingin er ágæt, en
nokkrar prentvillur eru í bókinni, þ°
ekki skaðlegar.
Þ. /•
DRAUMAR HALLGRlMS JÖNS-
SONAR.
Hallgrimur Jónsson, skólastjóii;
hefur verið draumamaður mikiU’