Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 12
UPPELDI O G LESTUR sem höfðu lítinn áhuga á lestri. Kynjaskipting milli barnanna var jöfn og einnig bjuggu jafnmargar fjölskyldur í þéttbýli og dreifbýli. Fjórar af fjölskyldunum sem bjuggu í dreifbýli voru búsettar í sveit en tvær voru búsettar í litlum kaupstöðum úti á landi. Þær fjölskyldur sem búa í þéttbýli voru búsettar á höfuðborgarsvæðinu. Haft var upp á þátttakendum þannig að leitað var til kunningja og þeir beðnir um að hafa milligöngu um að finna fjölskyldur, utan sameiginlegs kunningjahóps, sem væru tilbúnar til þátttöku. I einu tilviki vísuðu þátttakendur sjálfir á fjölskyldu sem þeir þekktu. Öflun gagna Sem fyrr greinir fór seinni hluti gagnasöfnunar fram á tímabilinu ágúst 1995 til júlí 1996. í lok tímabilsins var rætt aftur við meðlimi þeirrar fjölskyldu sem fyrst var talað við til að fá fram nánari upplýsingar um ýmis atriði sem höfðu komið fram í viðtölum við hinar fjölskyldurnar. Gagna var aflað með opnum viðtölum sem fóru fram á heimilum þátttakenda, utan eins skiptis þar sem rætt var við þátttakanda á vinnustað hans. Lengd viðtala var um það bil hálf klukkustund þegar rætt var við börnin en ein til ein og hálf klukkustund þegar rætt var við fullorðna þátttakendur. I viðtölunum voru rannsóknarspurningar hafðar til hliðsjónar, en þau voru þó fyrst og fremst byggð upp sem samtöl í kringum ákveðið þema þar sem reynt var að láta þá þætti sem verið var að leita svara við koma eðlilega inn í samræðurnar og við- talið jafnframt lagað að áhugasviði hvers þátttakanda til að ná fram sem flestum blæbrigðum um venjur og viðhorf viðkomandi. Til að sannreyna áreiðanleika gagnanna var hægt að bera frásagnir tveggja fyrri kynslóðanna, þ.e. barnanna og foreldra þeirra, saman við það sem elsta kynslóðin sagði og leita nánari upplýsinga ef samræmi var ekki þar á milli. Skráning og úrvinnsla gagna Oll viðtölin voru tekin upp á hljóðsnældur og síðan skráð orðrétt. Auk sjálfra við- talanna voru samtöl við heimildarmenn í síma skráð niður jafnóðum svo og lýs- ingar á heimilum þeirra. Rannsóknargögn eru um 1600 blaðsíður. Samhliða gagnaöflun fór fram frumgreining á gögnunum og var hugmyndum og þemum sem fram komu í einu viðtali fylgt eftir í þeim viðtölum sem á eftir komu. Lokagreining á gögnum fór þannig fram að þau voru lesin nokkrum sinnum yfir, dregin saman meginþemu og þau lykluð og greind með skipulegum hætti. Gögn úr eldri viðtölum voru greind samkvæmt þeim þemum sem komu fram við greiningu á nýju gögnunum. Greining á fjölbreytni í tómstundastarfi Eitt af því sem kannað var með rannsókninni var samhengið milli lestraráhuga og annars tómstundastarfs. Til að leggja mat á fjölbreytni í tómstundavenjum þátttak- enda voru þrír þættir skoðaðir: í fyrsta lagi var kannað hvort þátttakendur stunduðu félagsstarf sem var skipu- lagt af félagasamtökum eða opinberum aðilum, eða sinntu áhugamáli sem krafðist ákveðins búnaðar. Sem dæmi um það má nefna hestamennsku og skíðaíþróttir. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.