Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 16

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 16
UPPELDI O G LESTUR að kvöldi. Lestur foreldranna var þeim sýnilegur frá unga aldri og þau voru sér meðvituð um að hann var eitt af þeim áhugamálum sem foreldrar þeirra stunduðu. Hjá foreldrum þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri var þessu öfugt farið, þeir sögðust ekki lesa að degi til heldur uppi í rúmi á kvöldin „þegar krakkarnir eru sofnaðir". Foreldrarnir voru því ekki fyrirmynd að því að lesa í tómstundum heldur var lestraráhugi þeirra falinn fyrir börnum þeirra. Aðgangur að lesefni Börnin höfðu öll ágætan aðgang að lestrarefni á heimilum sínum. Þau höfðu öll fengið bækur að gjöf og það var algengt að á heimilunum væru til bækur sem eldri systkini eða foreldrar þeirra höfðu átt. Hjá þeim börnum sem voru áhugasöm um að lesa voru bókagjafir þó ekki aðeins bundnar við jól því sum þeirra höfðu einnig fengið bækur í afmælisgjöf og það var algengt að keyptar hefðu verið áskriftir að bókaklúbbum eða farið með þau á bókamarkaði til að kaupa bækur. Foreldrar þessara barna höfðu einnig farið með þau á bókasöfn til að fá lánaðar bækur og raunar létu nokkrir þeirra í ljós þá skoðun að það sem til væri á heimilunum gæti aldrei verið nóg til að fullnægja þörfum barna fyrir lestrarefni. Að fara með börnin á bókasafn í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim það sem þar er í boði var því eitt af því sem foreldrar gerðu til að vekja og viðhalda áhuga þeirra á lestri. Slíkt var mun fátíðara hjá foreldrum barna sem voru áhugalítil um lestur, en aðeins þrjú þessara barna höfðu farið með foreldri á bókasafn. Lestur fyrir börn Sú venja að lesa fyrir börn hefur færst í vöxt milli kynslóðanna þriggja. Það hafði verið lesið fyrir rúmlega helming þátttakenda af elstu kynslóðinni og um þrjá fjórðu hluta af foreldrum barnanna. Meðal þeirra sem lesið hafði verið fyrir var bæði að finna fólk sem hafði lítinn áhuga á lestri og áhugasama lesendur og það sama átti við um þann hóp þátttakenda sem ekki hafði verið lesið fyrir. Það var því ekki hægt að sjá að samhengi væri milli þess og áhuga fólks á lestri, hvorki hjá foreldrum barnanna né elstu kynslóðinni. Foreldrar allra barnanna höfðu lesið fyrir þau áður en þau urðu sjálf læs þótt nokkur munur væri á því í hversu miklum mæli það hafði verið gert. Það vakti hins vegar athygli að fyrir fjögur af þeim sjö börnum sem voru áhugalítil um tóm- stundalestur hafði verið lesið mjög mikið. Greina mátti þrenns konar viðhorf hjá foreldrum barnanna gagnvart því gildi sem það hefði að lesa fyrir börn. í fyrsta lagi var almennt ríkjandi meðal foreldr- anna, þ.e. bæði þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri og þeirra sem höfðu lítinn áhuga, að með því að lesa fyrir börn sé verið að leggja grunninn að lestraráhuga þeirra. I öðru lagi voru flestir foreldrar barna sem tilheyra báðum hópunum einnig þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að lesa fyrir börn vegna þess að það hafi áhrif á málþroska þeirra, „þau verða fyrri til máls og hafa meiri orðaforða", sagði ein móðirin. I þriðja lagi létu nokkrir af foreldrum þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri í ljós það viðhorf að lesturinn hafi haft tilfinningalegt gildi fyrir bæði foreldra og börn. Ein af mæðrunum sagði: 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.