Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 29
ELÍN THORARENSEN
gildi eða fleiri voru flokkaðir með töluvert samstarf. Skólar sem sögðust ekki vera
með neitt skipulagt samstarf við heimili fóru í flokkinn ekkert samstarf. í viðhorfa-
könnuninni fengu svarmöguleikar gildi frá 1-4. Notaðir voru tíðni- og fylgni-
útreikningar.
NIÐURSTÖÐUR
Umfangskönnun
Helstu niðurstöður umfangskönnunar eru að 18 skólar af 21 (86%) voru með eitt-
hvert skipulagt samstarf við foreldra og þrír skólar (14%) höfðu ekkert skipulagt
samstarf (sjá Töflu 1). Nánari athugun á samstarfinu leiddi í ljós að skipta má
skólunum í þrjá flokka: Ekkert samstarf, lítið samstarf og töluvert samstarf. Ekki
var hægt að flokka neinn skóla undir mikið samstarf. í flokknum lítið samstarf felst
samstarfið einkum í haustfundum fyrir foreldra nýnema þar sem fram fer almenn
kynning á skólanum og gefnar eru hagnýtar upplýsingar, s.s. um skólareglur og
námskröfur. Þeir skólar sem hafa töluvert samstarf hafa margir auk haustfunda,
símasamband við foreldra, senda heim fréttabréf, fræða foreldra um leiðir til að
aðstoða við heimanám og hafa öflugt umsjónarkennarakerfi. í nær öllum skólunum
er samstarf við foreldra mismunandi eftir aldri nemenda, það miðast einkum við
fyrstu tvö árin eða að nemendur séu yngri en átján ára og enn á framfæri foreldra.1
Meginþungi samstarfs, s.s. foreldrafundir og umsjónarkennarakerfi, er þó einkum
bundið við fyrsta árið í flestum skólunum. Við flokkun skólanna var stuðst við
skilgreiningu Epstein (1995:704) á foreldrasamstarfi.
Tafla 1 Samstarf framhaldsskóla við heimili nemenda
Umfang samstarfs Skólar
Fjöldi Hlutfall
Ekkert samstarf 3 14%
Lítið samstarf 8 38%
Töluvert samstarf 10 48%
í 33% af þeim skólum sem hafa samstarf ber einn starfsmaður ábyrgð á því. í hinum
67% skólanna deila margir aðilar þessari ábyrgð, eru það oftast skólastjóri, náms-
ráðgjafi, umsjónarkennarar eða aðstoðarskólastjóri. Er þetta athyglisvert þar sem
erlendar rannsóknir benda til þess að samstarf gefi besta raun ef einn aðili innan
í
Þegar rannsóknin fór fram fengu ungmenni sjálfræði við sextán ára aldur.
27