Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 60
INNTAK SOGUKENNSLU
um og oft eru þau eins konar tilraunastöð fyrir íslenskar vörur og viðskipti áður en
haldið er lengra út í heim. Norðurlönd þurfa því ekki að vera endastöð, en eru
iðulega stökkpallur. Tengslanetið við Norðurlönd er þéttofið; varla er til sú starfs-
stétt sem ekki hefur formlegt og óformlegt samband við starfsfélaga í hinum lönd-
unum svo að dæmi sé tekið. Trúarvitund og kirkjuskipulag er skyldara en annars
staðar. Og samfélagsgerðin er svo skyld að um réttarfar sækja norrænir löggjafar hver
til annars enda eru lög í þessum löndum um marga hluti náskyld og hefur svo verið
frá upphafi vega (Davíð Þór Björgvinsson 1998, Ármann Snævarr 1988:176-177).
Mynd 2
íslendingar búsettir erlendis 1910-1997*
Fjöldi
25000
20000
15000
10000
5000
0
1910 1930 1950 1970 1980 1990 1996
ÍB
í
I!
□ Norður-Ameríka
I Evrópa utan Norðurlanda
I Norðurlönd
Tímabilin eru ekki jöfn; síðustu þrjár súlurnar standa fyrir árin 1995,1996 og 1997. Töl-
umar yfir 1910-1950 sýna fólk sem fætt er á íslandi en býr í útlöndum, einkum Vestur-
íslendinga. Frá 1965 sýna súlurnar þá sem teljast íslenskir ríkisborgarar en búa er-
lendis.
Heimild: Hagstofa íslands.
Önnur mótbáran við Norðurlandasögu fyrir íslensk skólabörn er sú að örlagavaldar
íslenskrar þjóðar hafi verið annars staðar. Þessi röksemd á misjafnlega við eftir
tímabilum. Fyrstu aldir Islandsbyggðar var samhengið augljóst við norsk land-
svæði auk Bretlandseyja. Tengslin fluttust síðan í ríkara mæli suður á bóginn, til
Kaupmannahafnar og norður-þýskra svæða. Svíþjóð og Finnland komu löngu síðar
við sögu íslands með beinum hætti. Um síðustu áratugi gilda rökin sem talin voru
hér í fyrri lið. Við þetta er einu að bæta. Vissulega hafa aflstöðvar heimsmenningar,
stjórnmála og hugmynda oftar en ekki verið staddar í Aþenu, Róm, London, París,
New York eða Tókýó. Þess vegna þurfum við að þekkja þær. En þetta gildir um alla
heimsbyggðina. Og fyrirbæri af þessu tagi eru ekki fullbúin vara í neytendaum-
búðum sem send er beina boðleið frá höfuðstöðvum. Hugmyndir um mannréttindi
58