Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 71

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 71
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR ANIMUS OG SKUGGI HELGU KARLSDÓTTUR Er í ævintýrum úr munnlegri geymd að finna fjársjóð sem á brýnt erindi við uppvaxandi kynslóðir? Þessi spurning liggur að baki þeirrar greiningar á ævintýrinu Gullintönnu sem hér fer á eftir. Látið er reyna á þá tilgátu að í Gullintönnu birtist skilningur á því flókna ferli sem á sér stað þegar einstaklingurinn tekur út þroska og þróar sjálfsmynd sína. Grein- ingarsálfræði Carls G. Jungs er beitt til aðfjalla um hvernigferli í dulvitundinni, sem áhrif hafa á þroska mannsins, taka á sig mynd í ævintýrinu. Greiningarsálfræðingar af skóla Carls G. Jungs (1875-1961) telja að goðsagnir og ævintýri eigi uppruna sinn í dulvitundinni. Að þeirra áliti er það að þróa sjálfs- mynd sína og ná þannig auknum þroska ekki síst fólgið í því að ná sambandi við dulvitundina og gera sér grein fyrir henni. Greiningarsálfræðingar eru að þessu leyti sammála sálkönnuðum sem kenna aðferðir sínar við Sigmund Freud (1856- 1939) enda var Jung eins og alkunna er um árabil lærisveinn Freuds þótt leiðir þeirra skildu síðar. Hér á eftir verður ráðið í ævintýrið Gullintönnu í ljósi greiningarsálfræði Carls G. Jungs og sýnt fram á hvernig ferli í dulvitundinni, sem áhrif hafa á þroska manns- ins, taka á sig mynd í ævintýrinu. Gera má því skóna að með svipaðri greiningu á öðrum ævintýrum úr munnlegri geymd yrði niðurstaðan sú sama. í slíkum ævin- týrum er því að öllum líkindum að finna mikinn lærdóm um sálarlíf mannsins, lærdóm sem kynslóðirnar hafa miðlað hver fram af annarri. Ævintýrið Gullintanna er sótt í smiðju Ástríðar Thorarensen (1895-1985) hús- freyju á Móeiðarhvoli í Rangárþingi, en í kringum 1930 skráði hún eftir minni níu ævintýri eftir Guðrúnu Arnbjörnsdóttur (1826-1911) húsfreyju á Flókastöðum í Fljótshlíð. Handrit Ástríðar er að finna ljósritað í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi (Ástríður Thorarensen [Um 1930]). Þótt gengið sé út frá þeirri skoðun greiningarsálfræðinga að í hverju ævintýri leynist sannleikur um eðli mannsins er ljóst að mismunandi sögumenn og konur koma þessari vitneskju ekki allir jafn vel til skila. Þegar rýnt er í þau ævintýri sem Ástríður skráði eftir Guðrúnu verður ljóst að þau bera það öll með sér að sögukona og skrásetjari hafi búið yfir ríkri tilfinningu fyrir lifandi, listrænni og vel sagðri frásögn. Kenningum Jungs um einsömun og fornmyndir hefur oftsinnis verið beitt við túlkun á goðsögnum og ævintýrum, en þær virðast með öllu óþekktar við túlkun á íslenskum ævintýrum. Það er fróðlegt að sjá hvort og hvernig hugmyndir Jungs um dulvitundina og leið mannsins til þroska koma að notum við að túlka ævintýri mælt Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 7. árg. 1998 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.