Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 80

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 80
ANIMUS O G SKUGGI HELGU KARLSDÓTTUR formgerð sem er einkennandi fyrir þroskaferil mannsins sé einnig að finna í frá- sögnum því ein þeirra aðferða sem maðurinn beitir til að öðlast skilning á sjálfum sér og öðrum mönnum og ná þannig auknum þroska er einmitt að segja sögur og hlusta á sögur. LOKAORÐ Megintilgangur greiningar á ævintýrinu Gullintönnu var að kanna hvernig ferli í dulvitundinni sem áhrif hafa á þroska mannsins taka á sig mynd í ævintýrinu. Niðurstaða greiningarinnar er sú að í ævintýrinu birtist vitneskja um hvernig mað- urinn tekur út þroska og þróar sjálfsmynd sína. Vitneskjan kemur í ljós í birtingu einsömunar og fornmynda sem greindar eru í Ijósi kenninga Carls G. Jungs, en greiningarsálfræði hans hefur oftsinnis verið beitt við túlkun á goðsögnum og ævintýrum. Einsömunarferlið felur það í sér að maðurinn virkjar hina ýmsu þætti og möguleika dulvitundar sálarlífs síns og gerir sér þá meðvitaða. Þessir þættir birtast manninum á táknrænan hátt ekki aðeins í draumum heldur einnig í goð- sögnum og ævintýrum. í Gullintönnu verður einsömunarferlið sýnilegt í glímu Helgu karlsdóttur við fornmyndina animus með hjálp fornmyndarinnar skuggans. Það er því ljóst að sögukonan Guðrún Arnbjörnsdóttir hefur búið yfir svipuðum hæfileikum og fornri þekkingu og þær stöllur hennar suður í Evrópu sem Jung og von Franz beindu sjónum að í rannsóknum sínum á ævintýrum. Þessi niðurstaða er í sjálfu sér ekkert nýmæli. Þannig er það til dæmis álit von Franz að sálrænt ferli manna birtist á tærastan og einfaldastan hátt í ævintýrum úr munnlegri geymd og því telur hún þau mikilvægustu gögnin við rannsóknir á dulvitundinni (von Franz 1989:25). í Ijósi þessarar staðhæfingar von Franz er það umhugsunarefni hvort eina af ástæðum fyrir firringu nútímamannsins megi rekja til þess að hann hafi týnt hæfileikanum til að hlusta eftir boðskap goðsagna og ævintýra, misst sambandið við dulvitaða þætti sálarlífsins. Hinn djúpstæði skilningur á því flókna ferli sem á sér stað þegar maðurinn tekur út þroska og þróar sjálfsmynd sína sem birtist í ævintýrum úr munnlegri geymd veldur ef til vill mestu um þann kynngikraft sem í þeim felst. I ævintýrinu er fengist við vanda uppvaxtaráranna, ótti barnsins við að verða fullorðinn er viðurkenndur og þrár þess teknar alvarlega, en á sama tíma kveður þar við bjart- sýnistón sem er barninu lífsnauðsynlegur til að geta haldið áfram að þroskast. Þessir eiginleikar gera ævintýrið að andlegri næringu sem kennarar og aðrir uppal- endur ættu ekki að láta hjá líða að miðla og nota í ríkum mæli í starfi sínu og við- halda þannig arfleifð sem um aldir hefur varðveist frá kynslóð til kynslóðar. 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.