Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 81

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 81
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR GULLINTANNA Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Þau áttu eina dóttur barna, - hjet hún Helga. Kotið þeirra var lítið, og langt frá öðrum bæjum, - en þau lifðu í ró og friði og komust furðanlega af með eina kú og nokkrar kindur. Tík áttu þau, - hjet hún Gullintanna. - Fátt segir af þeim þangað til karlinn tekur sótt og andast. Taka þær mæðgur honum gröf og velta honum þar ofaní, - ganga frá leiði hans sem best þær geta, - og hokra svo áfram einar, við sömu störf og áður, - hirða skepnurnar, garð- holuna, - dorga silung í lónum og lækjum, - sitja að sínu - og hitta aldrei neinn mann afbæjar. Líður svo tíminn nokkur ár, þangað til kerling kennir lasleika - og legst í rúmið, liggur hún lengi lumpin, - en þegar hún fer að örvænta um bata, kallar hún Helgu til sín og leggur henni lífsreglurnar, - segir að hún megi aldrei láta eldinn deyja, því þá sje engan eld að fá, - það sje svo langt til bæja. Það væri lítill vegur að ná í eld í helli sem ekki sje allfjarri - hjerna inn með fjallshlíðinni, - en það sje mesta hætta, því í þeim helli búi þrír ferlegir risar, og sje best að komast ekki í kast við þá, - og þó sje kosturinn sá einn, að leita þangað, ef svo illa tækist til að eldurinn deyi, - því hitt sje ógerningur, að komast með eld frá mannabygðum. Leggur hún Helgu fleiri lífsreglur, - og andast svo kerlingin. Helga tekur henni gröf við hliðina á leiði karls, - veltir henni þar ofaní og gengur frá eftir mætti. Er hún nú ein í kotinu með Gullintönnu. Hún hirðir skepnurnar og garðholuna, dorgar og eldar, og ber nú ekkert til tíðinda lengi vel. Hún lætur sjer mjög ant um að halda eldinum lifandi, - felur hann vel og vandlega á hverju kveldi, - og vinnur vel öll sín störf. Er Gullintanna altaf á hælum henni og er henni ómetanlegur fjelagi. - Þá er það, einn morgun þegar hún ætlar að fara að leggja á eldinn, - að hún getur með engu móti lífgað hann, hvernig sem hún fer að. Henni verður mjög hverft við - því hún mintist orða móður sinnar - að engan eld sje að fá, nema hjá ólukku risunum. - Hún hugsar nú mál sitt, og sjer að kosturinn er ekki nema einn - og verði því að honum að ganga, fremur en leggjast fyrir og deyja. Hleypir hún í sig kjarki, - bindur á sig þríhyrnuna, lætur klút á höfuð, - nær í koppinn sinn, lætur ofan yfir hann torfusnepil, - fer að stað og hleypur við fót. Gullintanna töltir í hælinn. - Skokka þær nú inn með fjallinu. Veðrið er blítt og lygnt - og fagurt útsýni til óbygðanna. Segir ekki af ferðum þeirra fyr en þær koma að stórum helli, - þar er pottur á hlóðum, og skíðlogar undir. Engin lifandi vera er þar sýnileg. Helga nær í glóð, - svo sem koppurinn tekur, - og er handfljót, - torfusnepilinn lætur hún yfir glóðina, og flýtir sjer út úr hellinum, og tekur heldur betur til fótanna heim á leið, - lileypur Gullintanna við hlið hennar, - og alt gengur að óskum. Helga lætur glóðina í hlóðin, og eldivið þar ofaná, - og fer nú að rjúka og loga glatt. Þá geltir Gullin- tanna úti á hlaðinu. - „Af hverju ertu að gelta Gullintanna mín?" segir Helga. - „Gýgur er kominn að garði", segir Gullintanna. - „Þá mun mál að fela sig - þó fyr væri - verði jeg að grárri gimbur við jötu mín", - og í þeim svifum varð Helga að grárri gimbur, og át hey. - Risarnir höfðu sjeð verksummerki þegar þeir komu heim, og fundu mannaþef, - tóku svo á rás, eftir sporunum. - Nú ruddust þeir í halarófu, skríðandi á fjórum fótum inn göngin hjá Helgu, - og leita um allan bæinn. „Hvar er stelpan?" sögðu þeir, - og skildu ekki neitt í neinu. - Þegar þeir sáu gráu 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.