Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 81
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR
GULLINTANNA
Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Þau áttu eina dóttur barna, - hjet hún
Helga. Kotið þeirra var lítið, og langt frá öðrum bæjum, - en þau lifðu í ró og friði
og komust furðanlega af með eina kú og nokkrar kindur. Tík áttu þau, - hjet hún
Gullintanna. - Fátt segir af þeim þangað til karlinn tekur sótt og andast. Taka þær
mæðgur honum gröf og velta honum þar ofaní, - ganga frá leiði hans sem best þær
geta, - og hokra svo áfram einar, við sömu störf og áður, - hirða skepnurnar, garð-
holuna, - dorga silung í lónum og lækjum, - sitja að sínu - og hitta aldrei neinn
mann afbæjar. Líður svo tíminn nokkur ár, þangað til kerling kennir lasleika - og
legst í rúmið, liggur hún lengi lumpin, - en þegar hún fer að örvænta um bata,
kallar hún Helgu til sín og leggur henni lífsreglurnar, - segir að hún megi aldrei
láta eldinn deyja, því þá sje engan eld að fá, - það sje svo langt til bæja. Það væri
lítill vegur að ná í eld í helli sem ekki sje allfjarri - hjerna inn með fjallshlíðinni, - en
það sje mesta hætta, því í þeim helli búi þrír ferlegir risar, og sje best að komast
ekki í kast við þá, - og þó sje kosturinn sá einn, að leita þangað, ef svo illa tækist til
að eldurinn deyi, - því hitt sje ógerningur, að komast með eld frá mannabygðum.
Leggur hún Helgu fleiri lífsreglur, - og andast svo kerlingin. Helga tekur henni gröf
við hliðina á leiði karls, - veltir henni þar ofaní og gengur frá eftir mætti. Er hún nú
ein í kotinu með Gullintönnu. Hún hirðir skepnurnar og garðholuna, dorgar og
eldar, og ber nú ekkert til tíðinda lengi vel. Hún lætur sjer mjög ant um að halda
eldinum lifandi, - felur hann vel og vandlega á hverju kveldi, - og vinnur vel öll sín
störf. Er Gullintanna altaf á hælum henni og er henni ómetanlegur fjelagi. - Þá er
það, einn morgun þegar hún ætlar að fara að leggja á eldinn, - að hún getur með
engu móti lífgað hann, hvernig sem hún fer að. Henni verður mjög hverft við - því
hún mintist orða móður sinnar - að engan eld sje að fá, nema hjá ólukku risunum. -
Hún hugsar nú mál sitt, og sjer að kosturinn er ekki nema einn - og verði því að
honum að ganga, fremur en leggjast fyrir og deyja. Hleypir hún í sig kjarki, -
bindur á sig þríhyrnuna, lætur klút á höfuð, - nær í koppinn sinn, lætur ofan yfir
hann torfusnepil, - fer að stað og hleypur við fót. Gullintanna töltir í hælinn. -
Skokka þær nú inn með fjallinu. Veðrið er blítt og lygnt - og fagurt útsýni til
óbygðanna. Segir ekki af ferðum þeirra fyr en þær koma að stórum helli, - þar er
pottur á hlóðum, og skíðlogar undir. Engin lifandi vera er þar sýnileg. Helga nær í
glóð, - svo sem koppurinn tekur, - og er handfljót, - torfusnepilinn lætur hún yfir
glóðina, og flýtir sjer út úr hellinum, og tekur heldur betur til fótanna heim á leið, -
lileypur Gullintanna við hlið hennar, - og alt gengur að óskum. Helga lætur glóðina
í hlóðin, og eldivið þar ofaná, - og fer nú að rjúka og loga glatt. Þá geltir Gullin-
tanna úti á hlaðinu. - „Af hverju ertu að gelta Gullintanna mín?" segir Helga. -
„Gýgur er kominn að garði", segir Gullintanna. - „Þá mun mál að fela sig - þó fyr
væri - verði jeg að grárri gimbur við jötu mín", - og í þeim svifum varð Helga að
grárri gimbur, og át hey. - Risarnir höfðu sjeð verksummerki þegar þeir komu
heim, og fundu mannaþef, - tóku svo á rás, eftir sporunum. - Nú ruddust þeir í
halarófu, skríðandi á fjórum fótum inn göngin hjá Helgu, - og leita um allan bæinn.
„Hvar er stelpan?" sögðu þeir, - og skildu ekki neitt í neinu. - Þegar þeir sáu gráu
79