Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 82

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 82
ANIMUS O G SKUGGI HELGU KARLSDÓTTUR gimbrina standa við jötu inn við taðstál, þukluðu þeir um bakið á henni og sögðu: „Ansi er þetta fallegt lamb", - en ljetu kyrt, - og hurfu frá við svo búið - Þegar þeir eru farnir, bætir Helga á eldinn, og skíðlogar enn hjá henni. - En þegar risarnir eru komnir hálfa leið heim, dettur einum þeirra í hug, hvort gráa gimbrin hafi nú ekki verið stelpan, og hefir orð á því. Hinir fallast á það, - og snúa nú við. Þá geltir Gullintanna. - „Af hverju ertu að gelta Gullintanna mín?" - „Gýgur er kominn að garði." - „Þá er mál að fela sig, þó fyr væri, - verði jeg að trafakefli undir höfði mjer." - Risarnir æða nú inn, - og ætla að grípa gráu gimbrina við taðstálið, - en þar er þá engin kind. Þeir fálma sig þá inn í baðstofu, - rífa þar alt og tæta, - gá í rúmið, - finna þar trafakeflið, handleika það og segja: „Þetta er laglegasta trafakefli", - en láta þó alt kyrt, - og fara heim á leið, erindi ekki fegnir. - Helga bætir enn á eldinn, og logar vel. - Þegar risarnir eru komnir heimundir hjá sjer, dettur einum þeirra í hug hvort stelpan hafi nú ekki falið sig í trafakeflinu, hefir orð á því við hina, og álíta þeir að það gæti meir en hafa verið. Snúa nú enn við. - Þá geltir Gullintanna. - „Af hverju ertu að gelta, Gullintanna mín?" - „Gýgur er kominn að garði." - „Þá mun mál að fela sig, þó fyr væri, - verði jeg að stjörnu uppi á himni." - Nú troðast risarnir inn, - rífa upp rúmið og gá undir höfðalagið, - en þar er ekkert trafakefli. Þeir leita um allan bæinn, og finna ekkert. Sneypast þeir þá út. En þegar þeir líta í kringum sig, úti á hlaðinu, - sjá þeir eina stjörnu í loftinu - og sjá nú ráðið, - sá stærsti stendur bíspertur á hlaðinu, - sá í miðið, klifrar uppeftir honum og stígur á axlir hans,- og sá minsti klifrar uppeftir báðum og nær fótfestu á öxlum þess efra, - og á nú að hremma stelpuna. En þegar hann glennir út greip- arnar og býst til að klófesta hana, - hleypur hún niður, og segir: „Mæli eg um og legg eg á að þið verði allir að steini - en engum þó að meini." Og að orðinu töluðu var komin þarna myndarlegasta steinstytta - til prýði fyrir umhverfið. - Helga og Gullintanna vóru nú lausar við illþýðið, og lifðu í ró og friði. Ekki er þess getið að eldurinn hafi sloknað oftar, hjá Helgu, - og ekki heldur þess, hvort hún hafi fært sig nær mannabygðum. Og ljúkum því þessari sögu. (Tekið stafrétt eftir handriti Ástríðar Thorarensen) Heimildir Adam, J. M. 1985. Le texte narratif Traité d'analyse textuelle des récits. Paris, Nathan. Arndal, Vibeke. 1993 [Fyrst útg. 1985]. Heksen i Háret. Kvindelig personlighedsud- vikling i eventyr. Kobenhavn, Lindhardt og Ringhof. Ástríður Thorarensen. [Um 1930 skv. viðtali við hana á snældu E68/10]. Gullin- tanna. Ævintýri skráð eftir Guðrúnu Arnbjörnsdóttur á Flókastöðum í Fljóts- hlíð. Ljósrit í skráðu þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. Bottigheimer, Ruth B. 1987. Grimms' Bad Girls & Bold Boys. The Moral & Social Vision of the Tales. London, Yale University Press. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.