Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 86

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 86
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA stöður rannsóknarinnar sýna að árið 1994 (í mars) reykti tæpur fimmtungur nem- enda í 9. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur, tæplega fjórðungur ári síðar (í janúar 1995) þegar unglingarnir voru komnir í 10. bekk og þriðjungur þeirra tæpum tveimur árum síðar (nóvember 1996). Niðurstöður erlendra rannsókna á reykingum ungmenna á Vesturlöndum benda einnig til að reykingar meðal þeirra hafi aukist hin síðari ár (til dæmis Johnston 1995, Robertson og Skinner 1996). Fólki sem byrjar að reykja á unglingsaldri er hætt við að reykja á fullorðinsárum þar sem það hefur ánetjast nikótíninu (sjá til dæmis Elders, Perry, Eriksen og Giov- ino 1994). Jafnframt er það líklegra til að taka þátt í annarri áhættuhegðun eins og neyslu áfengis og sterkari vímuefna (sjá til dæmis Donnermeyer 1992, Elders o.fl. 1994, Kandel og Wu 1995, Newcomb og Bentler 1989). Sambærilegar niðurstöður koma fram í rannsókn okkar hér á landi (Sigrún Aðalbjarnardóttir o.fl. 1997). Reyk- vískir unglingar sem reykja daglega neyta einnig nær allir áfengis (96-100%). Um 80% þeirra sem byrja að reykja 15 ára eða yngri hafa prófað hass við 17 ára aldur á móti 10% þeirra sem ekki reykja við 17 ára aldur. Þá kom fram að um 40% þeirra sem byrja að reykja 15 ára eða yngri hafa prófað amfetamín við 17 ára aldur á móti 5% þeirra sem ekki reykja. Ahyggjur af reykingum unglinga eru því ekki aðeins bundnar því að þeir bíði tjón á heilsu sinni þegar til lengri tíma er litið (sbr. til dæmis líkur á lungnakrabba) heldur einnig sterkum vísbendingum um að reykingar tengist neyslu þeirra á öðrum löglegum og ólöglegum vímuefnum (sjá til dæmis Doherty og Allen 1994). Af þess- um ástæðum er mikilvægt fyrir stjórnsýslu landsins í heilbrigðis-, félags- og mervnta- málum, sem stendur fyrir stefnumótun og forvarnarstarfi, að stundaðar séu rann- sóknir á ýmsum félagslegum, uppeldislegum og sálfræðilegum þáttum, sem áhrif geta haft á tóbaksreykingar ungmenna. Ein forsenda þess að þróa árangursríkt for- varnarstarf er sú að greina áreiðanlega þætti sem tengjast og jafnvel spá fyrir um hvort unglingar byrja að reykja. Hér verður áhersla lögð á að athuga þátt heimilisins, einkum hvort mismunandi uppeldishættir og reykingar foreldra tengjast líkum á því að unglingur byrji að reykja. Jafnframt verður hugað að áhrifum reykinga vina. BAKGRUNNUR I rannsóknum þar sem könnuð eru áhrif þátta á reykingar unglinga gefa þver- sniðsrannsóknir takmarkaðar upplýsingar (sjá til dæmis Conrad, Flay og Hill 1992, De Civita og Pagani 1996, Doherty og Allen 1994). í slíkum rannsóknum er aðeins hægt að athuga stöðuna eins og hún er á tilteknum tíma, svo sem tengsl þátta við reykingar 14 ára ungmenna, en ekki er unnt að fylgjast með breytingum á þessum tengslum í sama hópi, þar sem honum er ekki fylgt eftir. Ekki er heldur hægt í þversniðsrannsóknum að skoða hvort tilteknir þættir spái fyrir um hvort ungmenni byrji að reykja síðar. Rannsóknir með langtímasniði leyfa að slík atburðarás sé athuguð, þótt gætilega þurfi að fara í ályktunum um beint orsakasamband. Vegna þessa munar á eðli þversniðs- og langtímarannsókna verða hér eingöngu til um- ræðu niðurstöður langtímarannsókna. í rannsókn Bertrand og Abernathy (1993) kom fram að samskiptaþættir eins og 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.